Lífið

Íslendingur birtist afar óvænt í spjallþætti Jimmy Fallon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin af strákunum sem birtist í þætti Jimmy Fallon.
Myndin af strákunum sem birtist í þætti Jimmy Fallon.
Sigurður Kolbrúnarson, 23 ára gamall Vesturbæingur og glímukappi, kom fram í spjallþætti Jimmy Fallon í nóvember. Hann uppgötvaði það þó ekki fyrr en nokkrum dögum eftir umræddan þátt þegar vinur hans hringdi í hann. Nútíminn greinir frá því að Jimmy Fallon hafi birt mynd af Sigurði og fyrrverandi kærasta hans í þættinum.

Myndin birtist í vikulega liðnum „Thank You Notes“. Þá skrifar Fallon bréf og þakkar fyrir eitt og annað. Myndin birtist þegar Fallon þakkar fyrir að eiga fjarskylda frænda og frænkur sem hann þurfi að faðma þótt hann þekki þau ekki neitt.

Innslagið má sjá eftir tæpar tvær mínútur í innslaginu.


 

„Ég vaknaði einn morguninn við það að félagi minn sendi mér eitthvað sem átti að vera fyndið á spjallinu. Þegar ég sá það var ég bara í sjokki — hafði aldrei séð þessa mynd,“ segir Sigurður í samtali við Nútímann. Hann segir núverandi kærasta sinn svo sannarlega hafa haft húmor fyrir þessu.

Spjallþáttur Jimmy Fallon er afar vinsæll og sýndur á sjónvarpsstöðinni NBC. Of Monsters and Men spiluðu einmitt í þættinum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×