Lífið

Almar á tólf tíma eftir í kassanum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fleiri en 400 þúsund innlit á beina vefútsendingu frá gjörningnum.
Fleiri en 400 þúsund innlit á beina vefútsendingu frá gjörningnum.
Listneminn Almar Atlason á núna eftir tólf klukkustundir í kassanum en klukkan níu í fyrramálið verður hann búinn að vera í þá viku sem hann ætlaði sér í einangruninni.

Gjörningurinn hefur vakið gríðarlega athygli bæði hér heima alla vikuna og líklega munu margir fylgjast með honum klöngrast út úr glerbúrinu á morgun.

Búið er að stilla inn á beina útsendingu frá gjörningi Almars Atlasonar listnema 400.000 sinnum, samkvæmt tölfræði sem YouTube heldur utan um. 

Fjöldi innlita á vefútsendinguna hefur verið nokkuð jafn alla vikuna en um hundrað þúsund manns stilltu inn daglega 30. nóvember til 3. desember. Tölurnar ná til 3. desember.

Eins og greint var frá á Vísi í dag verðum við með beina útsendingu hér á vefnum þar sem knattspyrnulýsandinn Gummi Ben mun lýsa síðustu mínútum Almars í kassanum.

Með fram því verður Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, með sérfræðinga í myndveri þar sem farið verður yfir viku Almars í kassanum.

Bein útsending hefst á Vísi klukkan 8:30 í fyrramálið, mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×