Protoss koma til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2015 10:30 Eftir að hafa varið síðustu sautján árum ævi minnar, af og á, með Starcraft, hefur Blizzard loksins bundið enda á seríuna með. Það er gert með leiknum Starcraft 2: Legacy of the Void, sem í raun er þriðji hluti Starcraft 2. Fyrsti hlutinn, Wings of Liberty, kom út árið 2005. Með tilliti til þess að upprunalegi StarCraft kom út árið 1998 er kannski kominn tími til. Undirritaður spilaði ekki fjölspilunarhluta leiksins, sem er það sem Starcraft leikirnir eru orðnir hvað þekktastir fyrir, en sá hluti leikjanna hefur ekki breyst mikið á undanförnum árum. Því má segja að óþarfi sé að fjalla um það. Þar má spila við aðila sem hafa varið miklum tíma í æfingar og jafnvel atvinnumenn sem geta gefið yfir 200 skipanir á mínútu. Hins vegar er nú í fyrsta sinn boðið upp á svokallað co-op þar sem spilara geta leyst skemmtileg verkefni með vinum eða ókunnugum.Óvinurinn sem kynntur var til leiks með aukapakkanum Brood War í loks ársins 1998, er nú loks mættur til leiks. Hinn fallni Xel´Naga, Amon, ætlar að setja saman hinn fullkomna líkama og eyða öllu lífi í alheiminum. Geimverurnar Protoss eru það eina sem stendur í vegi hans og spilarar setja sig í hlutverk Artanis, sem leiðir þá í baráttunni við Amon. Sem Artanis þurfa spilarar að fara í sameina alla Protoss til að standa gegn Amon. Borð leiksins eru ekki jafn mörg og í hinum tveimur, en á móti kemur að myndbönd eru mun fleiri og lengri en áður. Borðin eru þó mjög skemmtileg og geta reynt verulega á og þá sérstaklega á hærri erfiðleikastigum. Þá geta spilarar sniðið heri sína eftir eigin spilunarstíl með mismunandi uppfærslur á hermönnum og stríðstólum.Stríðsmaðurinn Artanis er söguhetja Legacy of the Void.Þeir karakterar sem margir hafa fylgst með síðustu sautján ár, Jim Raynor og Sarah Kerrigan koma einnig að Legacy of the Void. Þegar Protoss verkefnunum er lokið er hægt að spila þrjú borð til viðbótar sem loka sögu þeirra að fullu.Blizzard er ekkert að fara út fyrir það þægindasvið sem hefur virkað svo vel fyrir þá. Leikurinn lítur vel út, en þó hefur graffíkin ekki breyst mikið frá 2010, og hljóðið er mjög vel heppnað. Hönnun borðanna er mjög góð. Myndbönd leiksins eru sérstaklega vel unnin og gera mikið fyrir upplifunina. Þá eru þau fleiri og umfangsmeiri en áður og spila stóran þátt í að loka sögunni. Það er þó fyrsta og fremst spilunin sjálf sem skín í Legacy of the Void. Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Eftir að hafa varið síðustu sautján árum ævi minnar, af og á, með Starcraft, hefur Blizzard loksins bundið enda á seríuna með. Það er gert með leiknum Starcraft 2: Legacy of the Void, sem í raun er þriðji hluti Starcraft 2. Fyrsti hlutinn, Wings of Liberty, kom út árið 2005. Með tilliti til þess að upprunalegi StarCraft kom út árið 1998 er kannski kominn tími til. Undirritaður spilaði ekki fjölspilunarhluta leiksins, sem er það sem Starcraft leikirnir eru orðnir hvað þekktastir fyrir, en sá hluti leikjanna hefur ekki breyst mikið á undanförnum árum. Því má segja að óþarfi sé að fjalla um það. Þar má spila við aðila sem hafa varið miklum tíma í æfingar og jafnvel atvinnumenn sem geta gefið yfir 200 skipanir á mínútu. Hins vegar er nú í fyrsta sinn boðið upp á svokallað co-op þar sem spilara geta leyst skemmtileg verkefni með vinum eða ókunnugum.Óvinurinn sem kynntur var til leiks með aukapakkanum Brood War í loks ársins 1998, er nú loks mættur til leiks. Hinn fallni Xel´Naga, Amon, ætlar að setja saman hinn fullkomna líkama og eyða öllu lífi í alheiminum. Geimverurnar Protoss eru það eina sem stendur í vegi hans og spilarar setja sig í hlutverk Artanis, sem leiðir þá í baráttunni við Amon. Sem Artanis þurfa spilarar að fara í sameina alla Protoss til að standa gegn Amon. Borð leiksins eru ekki jafn mörg og í hinum tveimur, en á móti kemur að myndbönd eru mun fleiri og lengri en áður. Borðin eru þó mjög skemmtileg og geta reynt verulega á og þá sérstaklega á hærri erfiðleikastigum. Þá geta spilarar sniðið heri sína eftir eigin spilunarstíl með mismunandi uppfærslur á hermönnum og stríðstólum.Stríðsmaðurinn Artanis er söguhetja Legacy of the Void.Þeir karakterar sem margir hafa fylgst með síðustu sautján ár, Jim Raynor og Sarah Kerrigan koma einnig að Legacy of the Void. Þegar Protoss verkefnunum er lokið er hægt að spila þrjú borð til viðbótar sem loka sögu þeirra að fullu.Blizzard er ekkert að fara út fyrir það þægindasvið sem hefur virkað svo vel fyrir þá. Leikurinn lítur vel út, en þó hefur graffíkin ekki breyst mikið frá 2010, og hljóðið er mjög vel heppnað. Hönnun borðanna er mjög góð. Myndbönd leiksins eru sérstaklega vel unnin og gera mikið fyrir upplifunina. Þá eru þau fleiri og umfangsmeiri en áður og spila stóran þátt í að loka sögunni. Það er þó fyrsta og fremst spilunin sjálf sem skín í Legacy of the Void.
Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira