Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Ferskvatnsvistkerfi verða fyrir hvað mestu álagi vegna hlýnunar. fréttablaðið/gva Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35