Innlent

Fylgstu með óveðrinu koma að Suðurlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fylgjast má með gagnvirku veðurspákorti neðar í fréttinni.
Fylgjast má með gagnvirku veðurspákorti neðar í fréttinni. Mynd/Nullschool
Óveðurslægð verður skammt undan Suðurlandi síðdegis í dag. Búist er við stormi, allt að 20 metrum á sekúndu, á landinu fram á morgun. Ofsaveður verður við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll, en það þýðir um 28 metra á sekúndu.

Hægt er að fylgjast með óveðrinu nálgast og fara yfir landið á þessu gagnvirka spákorti. Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða veðurlýsingu í beinni útsendingu, heldur byggir kortið á spágögnum sem uppfærð eru með reglulegu millibili.

Búið er að loka hluta af hringveginum, frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni, vegna veðursins. Þá eru einnig mannaðir lokunarstaðir við Lómagnúp og Freysnes. Veðrið mun versna á Austfjörðum eftir því sem líður á daginn en búist er við vondu veðri á norðan- og norðvestanverðu landinu. Fjallvegum verður því lokað með kvöldinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×