FME sektar Arion um 30 milljónir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2015 14:56 Höfuðstöðvar Arion banka. vísir/pjetur Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti. Bankinn var sektaður fyrir að hafa í febrúar í fyrra selt hlutabréf sem hann átti í Högum hf á sama tíma og bankinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu Haga. Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna, að því er segir í úrskurði FME. Málsatvik eru þau að hluthafi í Högum óskaði eftir því við Arion banka að bankinn leitaði að kaupendum að 3-6 prósenta hlut í félaginu, en um var að ræða hluthafa sem var fjárhagslega tengdur frumherjum í Högum. Í kjölfar beiðninnar hafði deild markaðsviðskipta hjá Arion banka samband við lífeyrissjóði í leit að kauptilboðum. Í úrskurðinum segir að brátt hafi komið í ljós að talsverð eftirspurn hafi verið fyrir hendi og að deild markaðsviðskipta hafi þá ákveðið að bjóða öðrum aðilum, sem og Arion banka sjálfum, að selja hlut á sama gengi. Deild markaðsviðskipta hafi þá haft samband við fjárfesta eftir lokun markaða föstudaginn 21. febrúar og helgina 22. til 22. febrúar. Á forviðskiptatímabilinu 24.febrúar hafi Arion tilkynnt til Nasdaq OMX Iceland tilkynnt viðskipti með hlut í Högum. „Síðar sama dag bárust flöggunartilkynningar, m.a frá Arion banka þar sem greint var frá sölu Arion banka á hlutum hf. Öll viðskiptin voru á genginu 42 krónur á hlut,“ segir í úrskurðinum. Bankinn sagði ekki brotið á innherjareglum og byggði afstöðu sína á Evróputilskipun um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. Hann andmælti þó ekki mati FME að um innherjaupplýsingar væri að ræða.Úrskurðinn má lesa í heild hér. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti. Bankinn var sektaður fyrir að hafa í febrúar í fyrra selt hlutabréf sem hann átti í Högum hf á sama tíma og bankinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu Haga. Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna, að því er segir í úrskurði FME. Málsatvik eru þau að hluthafi í Högum óskaði eftir því við Arion banka að bankinn leitaði að kaupendum að 3-6 prósenta hlut í félaginu, en um var að ræða hluthafa sem var fjárhagslega tengdur frumherjum í Högum. Í kjölfar beiðninnar hafði deild markaðsviðskipta hjá Arion banka samband við lífeyrissjóði í leit að kauptilboðum. Í úrskurðinum segir að brátt hafi komið í ljós að talsverð eftirspurn hafi verið fyrir hendi og að deild markaðsviðskipta hafi þá ákveðið að bjóða öðrum aðilum, sem og Arion banka sjálfum, að selja hlut á sama gengi. Deild markaðsviðskipta hafi þá haft samband við fjárfesta eftir lokun markaða föstudaginn 21. febrúar og helgina 22. til 22. febrúar. Á forviðskiptatímabilinu 24.febrúar hafi Arion tilkynnt til Nasdaq OMX Iceland tilkynnt viðskipti með hlut í Högum. „Síðar sama dag bárust flöggunartilkynningar, m.a frá Arion banka þar sem greint var frá sölu Arion banka á hlutum hf. Öll viðskiptin voru á genginu 42 krónur á hlut,“ segir í úrskurðinum. Bankinn sagði ekki brotið á innherjareglum og byggði afstöðu sína á Evróputilskipun um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. Hann andmælti þó ekki mati FME að um innherjaupplýsingar væri að ræða.Úrskurðinn má lesa í heild hér.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira