Tónlist

Scott Weiland látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Scott Weiland á tónleikum 15. nóvember síðastliðinn.
Scott Weiland á tónleikum 15. nóvember síðastliðinn. vísir
Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn.

Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook. Weiland, sem var 48 ára, lést í svefni.

Hann hefur barist lengi við fíkniefnadjöfulinn.

Weiland var rekinn úr Stone Temple Pilots árið 2013 en hann var einnig partur af hljómsveitinni Velvet Revolver í nokkur ár.

Ekki er ljóst hver dánarorsökin er á þessari stundu.

Weiland fannst í hljómsveitarútunni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.