Ómetanleg heilsa Helga María Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. En það er ekki einungis staðsetningin sem þykir óhentug. Það er einnig að núverandi húsnæði spítalans er orðið úrelt og hefur myglusveppur fundist á hinum ýmsu stöðum innan veggja spítalans. Þegar úti rignir eru settar fötur á víð og dreif um ganga spítalans til þess að grípa lekandi vatnsdropana og hafa myndir verið birtar af þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. En ekki hafa öll álitamál húsnæðisins komist í kastljósið. Sem dæmi má nefna lyftukost spítalans. Lyfturnar eiga það til að stöðvast á milli hæða en fara yfirleitt aftur af stað ef takkanum er haldið inni í smá tíma. Einnig eru sumar lyftuhurðirnar bilaðar og þarf því að halda þeim opnum á meðan rúmin eru keyrð út úr lyftunni en þær stöðvast ekki alltaf á jafnsléttu. Hjarta- og lungnaskurðdeildin var upprunalega barnadeild þannig að herbergin eru með minna sniði. Það þýðir að á sumum tveggja manna herbergjum deildarinnar er ekki hægt að fara með innra rúmið út án þess að færa hið fremra upp á rönd. Þetta skapar aukna vinnu og óþægindi fyrir sjúklinga og starfsmenn þar sem sumir þurfa að fara í röð rannsókna sama daginn. Baðherbergin eru oft mjög lítil og inni á sumum er ekki einu sinni rými fyrir starfsmenn að fylgja sjúklingum alla leið inn á herbergið. Ekki er pláss fyrir auka manneskju og hvað þá hjólastól. En nýi spítalinn á að laga þetta. Eða hvað? Niðurstaðan er sú að til þess að hægt sé að reka grunnheilbrigðisþjónustu þarf spítalinn raunhæf fjárlög. Viðhald á svona gömlum byggingum er mjög dýrt og ekki má gleyma að þjóðin er að eldast og að fleiri þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á hverju ári. Þegar upp er staðið þá skiptir heilsan öllu. Ég vona að fjárlaganefnd Alþingis veiti viðeigandi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar því að heilsan, hún er ómetanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. En það er ekki einungis staðsetningin sem þykir óhentug. Það er einnig að núverandi húsnæði spítalans er orðið úrelt og hefur myglusveppur fundist á hinum ýmsu stöðum innan veggja spítalans. Þegar úti rignir eru settar fötur á víð og dreif um ganga spítalans til þess að grípa lekandi vatnsdropana og hafa myndir verið birtar af þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. En ekki hafa öll álitamál húsnæðisins komist í kastljósið. Sem dæmi má nefna lyftukost spítalans. Lyfturnar eiga það til að stöðvast á milli hæða en fara yfirleitt aftur af stað ef takkanum er haldið inni í smá tíma. Einnig eru sumar lyftuhurðirnar bilaðar og þarf því að halda þeim opnum á meðan rúmin eru keyrð út úr lyftunni en þær stöðvast ekki alltaf á jafnsléttu. Hjarta- og lungnaskurðdeildin var upprunalega barnadeild þannig að herbergin eru með minna sniði. Það þýðir að á sumum tveggja manna herbergjum deildarinnar er ekki hægt að fara með innra rúmið út án þess að færa hið fremra upp á rönd. Þetta skapar aukna vinnu og óþægindi fyrir sjúklinga og starfsmenn þar sem sumir þurfa að fara í röð rannsókna sama daginn. Baðherbergin eru oft mjög lítil og inni á sumum er ekki einu sinni rými fyrir starfsmenn að fylgja sjúklingum alla leið inn á herbergið. Ekki er pláss fyrir auka manneskju og hvað þá hjólastól. En nýi spítalinn á að laga þetta. Eða hvað? Niðurstaðan er sú að til þess að hægt sé að reka grunnheilbrigðisþjónustu þarf spítalinn raunhæf fjárlög. Viðhald á svona gömlum byggingum er mjög dýrt og ekki má gleyma að þjóðin er að eldast og að fleiri þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á hverju ári. Þegar upp er staðið þá skiptir heilsan öllu. Ég vona að fjárlaganefnd Alþingis veiti viðeigandi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar því að heilsan, hún er ómetanleg.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun