Love Actually uppáhaldsjólamynd Íslendinga Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2015 10:30 Love Actually, Home Alone og The Holiday höfnuðu í þremur efstu sætunum. Love Actually og Home Alone eru uppáhaldsjólamyndir Íslendinga samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Þar sem desembermánuður er nú genginn í garð ákvað Vísir að leita til valinkunna einstaklinga til að velja besta jólamyndina. Spurt var hvaða mynd kæmi fólki í jólaskap og fólk horfði jafnan á fyrir hver jól. Leitað var til fjölda fólks og voru það einkum tvær myndir sem stóðu upp úr og voru oftast nefndar – Love Actually og Home Alone. Fór svo að Love Actually hlaut flest atkvæði, en sjá má niðurstöðu könnunarinnar að neðan.1. Love Actually (2003), tíu atkvæði „Mér var boðið á fyrsta deit á hana hér í denn og stimplaði ég gaurinn algjöran hálfvita fyrir að bjóða mér á þessa mynd sem ég var viss um að væri glötuð. En svo varð ég ástfangin af henni - en skilaði gaurnum. Ástarþríhyrningur Emmu Thompson, Alan Rickman og píunnar í móttökunni fer alltaf með mig og get ég eiginlega ekki hlustað á Joni Mitchell án þess að fara að grenja. Svo er ég sýnilega gröð í Hugh Grant en það er önnur saga.“ „Klassík, hef ekki séð neina aðra kvikmynd eins oft og hana og hún fær mig alltaf til að tárast. Þetta er mynd sem nær að fanga jólaandann fullkomlega. Atriðið með Emmu Thompson þar sem hún hlustar á Joni Mitchell diskinn fær mig til að skæla, en Joni Mitchell er í dag uppáhaldssöngkonan mín og á fallegasta jólalagið „River”.“ „Í Love Actually er sagðar sögur frá einstaklega heterónormatívu sjónarhorni fólks sem er mun betur á sig komið fjárhagslega en meðalmanneskja. Kvenpersónurnar eru að mestu gerðar til að uppfylla fantasíur ungra til miðaldra karla og Richard Curtis virðist hafa einstaklega lítið álit á bandarískum konum. Að því sögðu, þá er ekki hægt að standast fimmaurabrandara Bill Nighy og flugvallarsenurnar þegar fólk er að fallast í faðma. Ekki séns.“ „Klassík. Feel good mynd. Falleg og hlý. Ástin sem sigrar allt. Skemmtileg flétta, góðar týpur, litli strákurinn er svo sætur að það er ekki hægt annað en að halda með honum.“ „Hún einfaldlega Hyundai Getz-me every time. Lokaatriðið? Vá. Þó margir telji að Bjöggi Halldórs komi með jólin til þeirra, þá kemur Hugh Grant alltaf með jólin til mín.“„Brúðkaupsatriðið í upphafi myndarinnar fær mann strax til að fá fiðring í magann sem svo stigmagnast eftir því sem á líður. Þetta er sannkölluð ,,feel good”-mynd sem minnir mann á tilgang jólanna og kemur manni í rétta jólaskapið.“ „Sjálf er ég af Love Actually kynslóðinni og get ómögulega haldið jólin hátíðleg án þess að skella henni amk einu sinni í tækið. Þar er einhver samblanda af jólagríni og jólakærleik sem hreyfir við bippinu!!!!!!“ „Algjört möst að horfa á þessa í kringum jólin enda einstaklega hugljúf og falleg. Myndin lýsir mannlegum breyskleika og margbreytileika á þokkalega góðan hátt og karakterinn hans Bill Nighy er óborganlegur. „Feel good“ mynd sem klikkar ekki með smákökum og heitu súkkulaði á kantinum.“ „Myndin twinnar saman svo skemmtilega og ólíka karaktera, ég hef alltaf gaman að myndum sem segja líka mismunandi sögur sem svo tengjast á einhvern hátt eða koma heim og saman í lok myndar. Með því að horfa á myndina fæ ég smá útrás fyrir tilfinninga og væmna partinum í mér, sem er mikilvægt að tengja reglulega við. Það er ákveðin hjálpsemi, góðmennska og samkennd sem einkennir myndina að mínu mati og ég persónulega fæ alveg genuin good vibe tilfinningu þegar ég horfi á hana, sem er einmitt það sem jólin snúast um.“2. Home Alone (1990), níu atkvæði „Hún er sniðug og fyndin og allt ótrúlega jólalegt í henni. Svo er maður náttúrulega bara búinn að alast upp við það að horfa alltaf á þessa mynd á hverjum jólum þannig að þetta er bara hefð.“ „Hressileg mynd sem ég get ekki beðið eftir að horfa á með börnunum mínum. Annars eru það kannski ekki jólamyndirnar sjálfar sem heilla á jólunum, heldur stórmyndirnar. Óteljandi klukkustundir af Hringadróttinssögu er einmitt meðal þeirra sem aðeins gefst þolinmæði og tími í um jól. Þá er frábært að rifja upp Forrest Gump með konfekt í annarri og appelsín í hinni.“ „Algjört must hver jól. Þær eldast vel og maður fær ekta feel gúdd nostalgíu. Þær eru alltaf jafn fyndnar og öll fjölskyldan getur notið þeirra saman.“ „Búin að horfa á hana hver einustu jól síðan ég sá hana fyrst fyrir um 25 árum. Ég veit ekki hvað það er, hvort það se öll ringulreiðin eða fjölskyldudramað en ég elska þessa mynd. Home alone = jólin.“Sjá einnig: Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið „Home Alone snertir allar jólataugarnar. Fengi ég að ráða yrði kveikt á soundtracki John Williams kl 18 á aðfangadag í stað útvarpsmessunar. Erfitt að gera upp á milli 1 og 2 en við hljótum öll að geta verið sammála um að þær misstu flugið í nr. 3 þegar ræningjarnir voru vopnaðir Glock skammbyssum.„ „Takes me back. Horfði á hana sem mjög lítill krakki og ef ég næ að finna hana til á netinu eða einhversstaðar þá er það alltaf nostalgía dauðans. Klassísk mynd sem vekur upp prakkarann og barnið í manni.“ „Home Alone, bara út af nostalgíunni. Ég elskaði þessa mynd aðeins of mikið þegar ég var lítil með tilheyrandi hlaupum um allt hús með hendur á andlitinu öskrandi úr mér lungun, foreldrum mínum til mikillar gleði #not“ „Home alone finnst mer hafa fallegan boðskap! Í upphafi myndar eru allir á þönum og týndir í hringdansi neysluhyggjunnar rétt fyrir jólin. Það kemur svo í ljós hvað raunverulega skiptir máli þegar aumingja drengurinn gleymist i öllu havaríinu og allir verða ómögulegir án hans. Boðskapurinn er frábær og svo er myndin ennþá fyndin í skipti #50.“3. The Holiday (2006), fjögur atkvæði„Skemmtileg jólamynd sem er góð blanda af öllu sem þarf til þess að komast í jólaskap, húmor, rómantík og jólastemning.“ „Dásamleg mynd og orðin nokkurs konar hefð hjá mér að horfa á hana yfir aðventuna. Sagan er falleg, sorgleg og fyndin - hvað getur maður beðið um meira? Það hjálpar líka til að leikararnir eru frábærir og Jude Law vinur minn hefur sjaldan verið myndarlegri.“ „Horfi gjarnan á hana á aðventunni með dætrum mínum. Eitthvað svo fallega væmin en jólin ná einhvern veginn alltaf að draga fram það meyra í mér og þakklæti fyrir allt fólkið í kringum mig.“4.-6. Christmas Vacation (1989), þrjú atkvæði „Uppgötvaði hana fyrir þremur árum, svo hún er ennþá fersk á mínu heimili. Eldist sjúklega vel og er virkilega góð til að fá mann til að slaka á, hlæja og minna mann á að njóta augnabliksins. Snjóþotuatriðið nær mér alltaf.“ „Christmas Vacation er myndin sem ég vill horfa á öll jól og ég mun horfa á hana þessi jól líka. Helst að bíða með hana fram á jóladag eða annan í jólum. Hún hefur allt sem góð jólamynd þarf að hafa; fyndin, dramatískt og hjartnæm.“ „Christmas Vacation er algjörlega myndin. Ég horfi á hana um hver jól. Fyrst og fremst fyndin og afar jólaleg. Frábær tónlist, klassískir brandarar og Chevy Chase upp á sitt besta.“4.-6. Elf (2003), þrjú atkvæði„Ég eeeelska Will Ferrell og að horfa á hann í hlutverki jákvæðasta álfs í heimi sem kennir manni að sjá allt það besta við heiminn er jólagjöf út af fyrir sig. Fallegur jólaboðskapur í bland við hlátursköst: Elf hefur allt það sem jólamynd á að hafa.“ „Við fengum senda til okkar myndina Elf þegar við bjuggum í Þýskalandi fyrir um áratug síðan. Hún var talsett á íslensku og það er í raun talsetningin sem dregur fjölskylduna alltaf aftur og aftur að henni.“ „Frábær. Mynd sem ólíkt mörgum jólamyndum er með hjartað á réttum stað en líka vel úthugsuð. Kaldur húmor en líka jólasjarmi sem hrífur mann. Love it.“4.-6. Die Hard (1988), þrjú atkvæði „Die Hard nær að vera jólaleg án þess að missa sig í alltof mikilli væmni, auk þess hvað John McClane er sjúklega nettur. Og jú, Die Hard er víst jólamynd.“ „Die Hard er ekki framleidd sem jólamynd en gerist á jólunum og er ein af mín upphálds bíómyndum. Með góða tengingu við jólin með snjó, kulda og frábærum "one liner-um". Sama á við um Die Hard 2.“ „Die Hard kemur mér alltaf í jólaskap! Hún nær ágætlega að fanga krísuástandið sem maður kemst gjarnan í þegar jólin eru alveg að bresta á.“7. How the Grinch Stole Christmas (2000), tvö atkvæði „Ég er klassískt skilnaðarbarn og fór í meðvitaða fýlu út í jólahátíðirnar eftir skilnað foreldra minna og hef síðan þá alltaf getað sett mig í spor ófétisins, Grinch. Ætli ég hafi ekki horft á bíómyndina um Grinch þrisvar, fjórum sinnum í gegnum tíðina, áhorfið hefur veitt mér gleði og ekki síður von um að einn daginn hellist þessi dásamlegi jólaandi yfir mig rétt eins og Grinch upplifir undir lok myndarinnar. Það er ekki laust við að ég sé að upplifa einhvern jólafiðring í ár og hver veit nema að ég eignist nýja uppáhalds jólamynd í ár!“ „Falleg jólamynd sem inniheldur fallegan jólaboðskap. Skærir litir, jólalög og almennt gín, þetta er jólamynd sem ætti að fá alla í gott jólaskap. Eftirfarandi myndir fengu einnig atkvæði:Reisen til Julestjernen (1976),Jingle All the Way (1996),The Nightmare Before Christmas (1993),It’s a Wonderful Life (1946),Bad Santa (2003),Adventures in Babysitting (1987),As Good as It Gets (1997).Álitsgjafar: Andrés Ingi Jónsson varaþingmaður, Andri Yrkill Valsson íþróttablaðamaður, Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður, Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri, Ásmundur Einar Daðason þingmaður, Berglind Sigurðardóttir, starfsmaður Plain Vanilla, Birta Pálmarsdóttir mannfræðingur, Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og Íslandsbanka, Björn Teitsson upplýsingafulltrúi, Dana Margrét Gústafsdóttir, nemi og frístundaleiðbeinandi, Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari, Eva Sigrún Guðjónsdóttir gleðigjafi, Guðrún Fjeldsted nemi, Guðrún Harpa Bjarnadóttir viðskiptafræðingur, Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur, Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir, Gunnar Guðbjörnsson söngvari, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi, Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðinemi og knattspyrnumaður, Heiður Björk Óladóttir nemi, Hugrún Halldórsdóttir dagskrárgerðarkona, Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, Ingólfur Þórarinsson veðurguð, Ingunn Snædal skáld, Jóhann Alfreð Kristinsson uppistandari, Lilja Katrín Gunnarsdóttir stjörnuunnusta, Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, María Guðjónsdóttir lögfræðingur, Marta Kristín Jónsdóttir athafnakona, Sara Matthíasdóttir kennaranemi og Örvar Steingrímsson verkfræðingur og langhlaupari. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Jólafréttir Tengdar fréttir Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Love Actually og Home Alone eru uppáhaldsjólamyndir Íslendinga samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Þar sem desembermánuður er nú genginn í garð ákvað Vísir að leita til valinkunna einstaklinga til að velja besta jólamyndina. Spurt var hvaða mynd kæmi fólki í jólaskap og fólk horfði jafnan á fyrir hver jól. Leitað var til fjölda fólks og voru það einkum tvær myndir sem stóðu upp úr og voru oftast nefndar – Love Actually og Home Alone. Fór svo að Love Actually hlaut flest atkvæði, en sjá má niðurstöðu könnunarinnar að neðan.1. Love Actually (2003), tíu atkvæði „Mér var boðið á fyrsta deit á hana hér í denn og stimplaði ég gaurinn algjöran hálfvita fyrir að bjóða mér á þessa mynd sem ég var viss um að væri glötuð. En svo varð ég ástfangin af henni - en skilaði gaurnum. Ástarþríhyrningur Emmu Thompson, Alan Rickman og píunnar í móttökunni fer alltaf með mig og get ég eiginlega ekki hlustað á Joni Mitchell án þess að fara að grenja. Svo er ég sýnilega gröð í Hugh Grant en það er önnur saga.“ „Klassík, hef ekki séð neina aðra kvikmynd eins oft og hana og hún fær mig alltaf til að tárast. Þetta er mynd sem nær að fanga jólaandann fullkomlega. Atriðið með Emmu Thompson þar sem hún hlustar á Joni Mitchell diskinn fær mig til að skæla, en Joni Mitchell er í dag uppáhaldssöngkonan mín og á fallegasta jólalagið „River”.“ „Í Love Actually er sagðar sögur frá einstaklega heterónormatívu sjónarhorni fólks sem er mun betur á sig komið fjárhagslega en meðalmanneskja. Kvenpersónurnar eru að mestu gerðar til að uppfylla fantasíur ungra til miðaldra karla og Richard Curtis virðist hafa einstaklega lítið álit á bandarískum konum. Að því sögðu, þá er ekki hægt að standast fimmaurabrandara Bill Nighy og flugvallarsenurnar þegar fólk er að fallast í faðma. Ekki séns.“ „Klassík. Feel good mynd. Falleg og hlý. Ástin sem sigrar allt. Skemmtileg flétta, góðar týpur, litli strákurinn er svo sætur að það er ekki hægt annað en að halda með honum.“ „Hún einfaldlega Hyundai Getz-me every time. Lokaatriðið? Vá. Þó margir telji að Bjöggi Halldórs komi með jólin til þeirra, þá kemur Hugh Grant alltaf með jólin til mín.“„Brúðkaupsatriðið í upphafi myndarinnar fær mann strax til að fá fiðring í magann sem svo stigmagnast eftir því sem á líður. Þetta er sannkölluð ,,feel good”-mynd sem minnir mann á tilgang jólanna og kemur manni í rétta jólaskapið.“ „Sjálf er ég af Love Actually kynslóðinni og get ómögulega haldið jólin hátíðleg án þess að skella henni amk einu sinni í tækið. Þar er einhver samblanda af jólagríni og jólakærleik sem hreyfir við bippinu!!!!!!“ „Algjört möst að horfa á þessa í kringum jólin enda einstaklega hugljúf og falleg. Myndin lýsir mannlegum breyskleika og margbreytileika á þokkalega góðan hátt og karakterinn hans Bill Nighy er óborganlegur. „Feel good“ mynd sem klikkar ekki með smákökum og heitu súkkulaði á kantinum.“ „Myndin twinnar saman svo skemmtilega og ólíka karaktera, ég hef alltaf gaman að myndum sem segja líka mismunandi sögur sem svo tengjast á einhvern hátt eða koma heim og saman í lok myndar. Með því að horfa á myndina fæ ég smá útrás fyrir tilfinninga og væmna partinum í mér, sem er mikilvægt að tengja reglulega við. Það er ákveðin hjálpsemi, góðmennska og samkennd sem einkennir myndina að mínu mati og ég persónulega fæ alveg genuin good vibe tilfinningu þegar ég horfi á hana, sem er einmitt það sem jólin snúast um.“2. Home Alone (1990), níu atkvæði „Hún er sniðug og fyndin og allt ótrúlega jólalegt í henni. Svo er maður náttúrulega bara búinn að alast upp við það að horfa alltaf á þessa mynd á hverjum jólum þannig að þetta er bara hefð.“ „Hressileg mynd sem ég get ekki beðið eftir að horfa á með börnunum mínum. Annars eru það kannski ekki jólamyndirnar sjálfar sem heilla á jólunum, heldur stórmyndirnar. Óteljandi klukkustundir af Hringadróttinssögu er einmitt meðal þeirra sem aðeins gefst þolinmæði og tími í um jól. Þá er frábært að rifja upp Forrest Gump með konfekt í annarri og appelsín í hinni.“ „Algjört must hver jól. Þær eldast vel og maður fær ekta feel gúdd nostalgíu. Þær eru alltaf jafn fyndnar og öll fjölskyldan getur notið þeirra saman.“ „Búin að horfa á hana hver einustu jól síðan ég sá hana fyrst fyrir um 25 árum. Ég veit ekki hvað það er, hvort það se öll ringulreiðin eða fjölskyldudramað en ég elska þessa mynd. Home alone = jólin.“Sjá einnig: Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið „Home Alone snertir allar jólataugarnar. Fengi ég að ráða yrði kveikt á soundtracki John Williams kl 18 á aðfangadag í stað útvarpsmessunar. Erfitt að gera upp á milli 1 og 2 en við hljótum öll að geta verið sammála um að þær misstu flugið í nr. 3 þegar ræningjarnir voru vopnaðir Glock skammbyssum.„ „Takes me back. Horfði á hana sem mjög lítill krakki og ef ég næ að finna hana til á netinu eða einhversstaðar þá er það alltaf nostalgía dauðans. Klassísk mynd sem vekur upp prakkarann og barnið í manni.“ „Home Alone, bara út af nostalgíunni. Ég elskaði þessa mynd aðeins of mikið þegar ég var lítil með tilheyrandi hlaupum um allt hús með hendur á andlitinu öskrandi úr mér lungun, foreldrum mínum til mikillar gleði #not“ „Home alone finnst mer hafa fallegan boðskap! Í upphafi myndar eru allir á þönum og týndir í hringdansi neysluhyggjunnar rétt fyrir jólin. Það kemur svo í ljós hvað raunverulega skiptir máli þegar aumingja drengurinn gleymist i öllu havaríinu og allir verða ómögulegir án hans. Boðskapurinn er frábær og svo er myndin ennþá fyndin í skipti #50.“3. The Holiday (2006), fjögur atkvæði„Skemmtileg jólamynd sem er góð blanda af öllu sem þarf til þess að komast í jólaskap, húmor, rómantík og jólastemning.“ „Dásamleg mynd og orðin nokkurs konar hefð hjá mér að horfa á hana yfir aðventuna. Sagan er falleg, sorgleg og fyndin - hvað getur maður beðið um meira? Það hjálpar líka til að leikararnir eru frábærir og Jude Law vinur minn hefur sjaldan verið myndarlegri.“ „Horfi gjarnan á hana á aðventunni með dætrum mínum. Eitthvað svo fallega væmin en jólin ná einhvern veginn alltaf að draga fram það meyra í mér og þakklæti fyrir allt fólkið í kringum mig.“4.-6. Christmas Vacation (1989), þrjú atkvæði „Uppgötvaði hana fyrir þremur árum, svo hún er ennþá fersk á mínu heimili. Eldist sjúklega vel og er virkilega góð til að fá mann til að slaka á, hlæja og minna mann á að njóta augnabliksins. Snjóþotuatriðið nær mér alltaf.“ „Christmas Vacation er myndin sem ég vill horfa á öll jól og ég mun horfa á hana þessi jól líka. Helst að bíða með hana fram á jóladag eða annan í jólum. Hún hefur allt sem góð jólamynd þarf að hafa; fyndin, dramatískt og hjartnæm.“ „Christmas Vacation er algjörlega myndin. Ég horfi á hana um hver jól. Fyrst og fremst fyndin og afar jólaleg. Frábær tónlist, klassískir brandarar og Chevy Chase upp á sitt besta.“4.-6. Elf (2003), þrjú atkvæði„Ég eeeelska Will Ferrell og að horfa á hann í hlutverki jákvæðasta álfs í heimi sem kennir manni að sjá allt það besta við heiminn er jólagjöf út af fyrir sig. Fallegur jólaboðskapur í bland við hlátursköst: Elf hefur allt það sem jólamynd á að hafa.“ „Við fengum senda til okkar myndina Elf þegar við bjuggum í Þýskalandi fyrir um áratug síðan. Hún var talsett á íslensku og það er í raun talsetningin sem dregur fjölskylduna alltaf aftur og aftur að henni.“ „Frábær. Mynd sem ólíkt mörgum jólamyndum er með hjartað á réttum stað en líka vel úthugsuð. Kaldur húmor en líka jólasjarmi sem hrífur mann. Love it.“4.-6. Die Hard (1988), þrjú atkvæði „Die Hard nær að vera jólaleg án þess að missa sig í alltof mikilli væmni, auk þess hvað John McClane er sjúklega nettur. Og jú, Die Hard er víst jólamynd.“ „Die Hard er ekki framleidd sem jólamynd en gerist á jólunum og er ein af mín upphálds bíómyndum. Með góða tengingu við jólin með snjó, kulda og frábærum "one liner-um". Sama á við um Die Hard 2.“ „Die Hard kemur mér alltaf í jólaskap! Hún nær ágætlega að fanga krísuástandið sem maður kemst gjarnan í þegar jólin eru alveg að bresta á.“7. How the Grinch Stole Christmas (2000), tvö atkvæði „Ég er klassískt skilnaðarbarn og fór í meðvitaða fýlu út í jólahátíðirnar eftir skilnað foreldra minna og hef síðan þá alltaf getað sett mig í spor ófétisins, Grinch. Ætli ég hafi ekki horft á bíómyndina um Grinch þrisvar, fjórum sinnum í gegnum tíðina, áhorfið hefur veitt mér gleði og ekki síður von um að einn daginn hellist þessi dásamlegi jólaandi yfir mig rétt eins og Grinch upplifir undir lok myndarinnar. Það er ekki laust við að ég sé að upplifa einhvern jólafiðring í ár og hver veit nema að ég eignist nýja uppáhalds jólamynd í ár!“ „Falleg jólamynd sem inniheldur fallegan jólaboðskap. Skærir litir, jólalög og almennt gín, þetta er jólamynd sem ætti að fá alla í gott jólaskap. Eftirfarandi myndir fengu einnig atkvæði:Reisen til Julestjernen (1976),Jingle All the Way (1996),The Nightmare Before Christmas (1993),It’s a Wonderful Life (1946),Bad Santa (2003),Adventures in Babysitting (1987),As Good as It Gets (1997).Álitsgjafar: Andrés Ingi Jónsson varaþingmaður, Andri Yrkill Valsson íþróttablaðamaður, Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður, Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri, Ásmundur Einar Daðason þingmaður, Berglind Sigurðardóttir, starfsmaður Plain Vanilla, Birta Pálmarsdóttir mannfræðingur, Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og Íslandsbanka, Björn Teitsson upplýsingafulltrúi, Dana Margrét Gústafsdóttir, nemi og frístundaleiðbeinandi, Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari, Eva Sigrún Guðjónsdóttir gleðigjafi, Guðrún Fjeldsted nemi, Guðrún Harpa Bjarnadóttir viðskiptafræðingur, Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur, Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir, Gunnar Guðbjörnsson söngvari, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi, Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðinemi og knattspyrnumaður, Heiður Björk Óladóttir nemi, Hugrún Halldórsdóttir dagskrárgerðarkona, Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, Ingólfur Þórarinsson veðurguð, Ingunn Snædal skáld, Jóhann Alfreð Kristinsson uppistandari, Lilja Katrín Gunnarsdóttir stjörnuunnusta, Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, María Guðjónsdóttir lögfræðingur, Marta Kristín Jónsdóttir athafnakona, Sara Matthíasdóttir kennaranemi og Örvar Steingrímsson verkfræðingur og langhlaupari.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Jólafréttir Tengdar fréttir Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04