Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 75-64 | Haukar sterkari undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson í DB Schenker halle skrifar 3. desember 2015 22:15 Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Haukar báru sigurorð af Grindavík, 75-64, í afar döprum körfuboltaleik í Schenker-höllinni í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Bæði lið spiluðu illa í kvöld, voru andlaus og sýndu ekki sínar bestu hliðar. Til marks um það var skotnýting liðanna afspyrnu slök; 37% hjá Haukum og 34% hjá Grindavík. Eftir fína byrjun Hauka tóku Grindvíkingar yfir og leiddu leikinn allt þar til Kári Jónsson kom Haukum í 50-49 með ótrúlegri flautukörfu undir lok 3. leikhluta. Í 4. leikhluta reyndust Haukar svo sterkari og þeir lönduðu mikilvægum sigri, sem var þeirra fimmti í síðustu sex leikjum. Grindvíkingar hafa hins vegar tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og þeirra bíður hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni í vor. Það er fátt jákvætt hægt að segja um fyrri hálfleikinn sem var illa leikinn af báðum liðum. Upphafsmínútur leiksins voru sérstaklega slæmar en til marks um það voru liðnar fimm mínútur þegar Grindavík skoraði sín fyrstu stig. Og á tíma voru gestirnir með fleiri tapaða bolta en stig. Sóknarleikur gestanna skánaði þó aðeins seinni hluta 1. leikhluta og Grindvíkingar leiddu að honum loknum, 12-15. Aðeins tveir leikmenn Hauka skoruðu í 1. leikhluta (Stephen Madison og Kári Jónsson) en stigaskorið dreifðist betur hjá heimamönnum í 2. leikhluta. Haukar fengu flott framlag af bekknum frá Hjálmari Stefánssyni, sem gerði sjö stig, en Ingvi Þór Guðmundsson gerði gott betur og skoraði 11 stig fyrir Grindvíkinga í fyrri hálfleik. Strákurinn var sjóðheitur fyrir utan en hann nýtti öll þrjú skot sín fyrir utan þriggja stiga línuna. Grindavík leiddi allan 2. leikhluta en náði þó aldrei að slíta sig frá Haukunum. Gestirnir náðu mest átta stiga forskoti, 18-26, eftir tvo þrista frá Ingva í röð. Haukar náðu að laga stöðuna aðeins fyrir hálfleik, þökk sé Hjálmari sem skoraði fimm síðustu stig Hafnfirðinga í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 32-37. Grindvíkingar voru áfram með frumkvæðið í 3. leikhluta en náðu þó aldrei afgerandi forskoti. Smám saman bættu Haukarnir í, fóru að minnka muninn og komust svo loks yfir með flautukörfunni hans Kára sem var besti leikmaður Hauka í kvöld. Í 4. leikhluta var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Haukarnir spiluðu þá sinn besta bolta í kvöld og byggðu upp forystu sem gestunum tókst ekki að ógna. Grindvíkingar voru aga- og ráðalausir í lokaleikhlutanum, fóru að safna villum og einbeita sér að hlutum sem þeir hafa ekki stjórn á. Eric Wise, sem lék sinn síðasta leik með Grindavík í kvöld, nældi sér t.a.m. í tæknivillu sem var í lýsandi fyrir hans leik í seinni hálfleiknum. Wise spilaði vel í þeim fyrri, skoraði 11 stig og tók 10 fráköst, en hann skoraði einungis tvo stig í seinni hálfleik og hjálpaði liði sínu lítið. Haukar sigldu sigrinum örugglega heim en á endanum munaði 11 stigum á liðunum. Lokatölur 75-64, Haukum í vil. Kári stóð, sem áður sagði, upp úr í liði Hauka en hann skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Madison átti sömuleiðis fínan leik með 19 stig og 12 fráköst og þá kom Hjálmar sérlega öflugur af bekknum; skoraði 14 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 18 stig en Wise kom næstur með sín 13 stig.Haukar-Grindavík 75-64 (12-15, 20-22, 18-12, 25-15)Haukar: Kári Jónsson 21/4 fráköst, Stephen Michael Madison 19/12 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14/6 fráköst, Emil Barja 13/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/8 fráköst, Kristinn Marinósson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Haukur Óskarsson 0/5 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 18/6 fráköst, Eric Julian Wise 13/15 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 11, Þorleifur Ólafsson 9/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/5 fráköst.Kári: Þurfti bara að kasta honum upp Kári Jónsson var sáttur með sigurinn á Grindavík en sagði að frammistaða Hauka hafi ekki verið upp á marga fiska. "Við spiluðum klárlega ekki okkar besta leik," sagði Kári. "Fyrri hálfleikurinn var alls ekki góður og við vorum á hælunum annan heimaleikinn í röð, við vorum líka svona á móti Stjörnunni. "Sem betur fer þjöppuðum við okkur saman í hálfleik, náðu góðum spretti í 3. leikhluta og byggðum upp smá stemmningu fyrir þann fjórða." Kári kom Haukum yfir, 50-49, undir lok 3. leikhluta með magnaðri flautukörfu. Hann sagðist aðallega hugsað um að koma skoti á körfuna áður en leiktíminn rynni út. "Ég sá að það var mjög lítið eftir og ég þurfti að kasta honum upp. Þetta var líka smá heppni en hún má líka stundum vera með," sagði Kári hógvær en hann viðurkenndi að það hafi verið sætt að sjá boltann fara ofan í. Að sögn Kára geta og verða Haukar að bæta leik sinn fyrir komandi verkefni. "Það er hellingur í okkar leik sem við þurfum að bæta, bæði í vörn og sókn. Við eigum erfiðan leik gegn Njarðvík í næstu umferð og við þurfum að nýta tímann vel fram að honum," sagði Kári að lokum.Jóhann: Ekkert farið eftir því sem ég teiknaði upp Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var hundóánægður með frammistöðu sinna manna gegn Haukum í kvöld. "Við vorum daprir í seinni hálfleiknum og lélegir sóknarlega. Þetta er bara sama uppskriftin aftur og aftur," sagði Jóhann en Grindvíkingar hafa tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. "Vörnin var í lagi lengst af en við erum í tómu rugli í sókninni," sagði Jóhann. En hvað þarf Grindavík að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Það er góð spurning maður," sagði Jóhann. "Þetta er fimmti leikurinn sem við töpum og þetta er alltaf sama uppskriftin. Ég bara veit ekki hvað við þurfum að gera." Að sögn Jóhanns eru það alltaf sömu hlutirnir sem Grindvíkingar eru að klikka á. "Ég tók leikhlé þegar það voru þrjár mínútur eftir og við, að ég held, sjö stigum undir. Ég teikna eitthvað á töfluna en það var ekkert farið eftir því. "Við þurfum að koma saman og reyna að finna lausn á þessu," sagði Jóhann en finnst honum hann ekki ná til leikmanna liðsins? "Það er alveg möguleiki. Ég þarf að skoða þetta mjög vel," sagði Jóhann að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Kári í vörninni í kvöld.Vísir/StefánJóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Haukar báru sigurorð af Grindavík, 75-64, í afar döprum körfuboltaleik í Schenker-höllinni í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Bæði lið spiluðu illa í kvöld, voru andlaus og sýndu ekki sínar bestu hliðar. Til marks um það var skotnýting liðanna afspyrnu slök; 37% hjá Haukum og 34% hjá Grindavík. Eftir fína byrjun Hauka tóku Grindvíkingar yfir og leiddu leikinn allt þar til Kári Jónsson kom Haukum í 50-49 með ótrúlegri flautukörfu undir lok 3. leikhluta. Í 4. leikhluta reyndust Haukar svo sterkari og þeir lönduðu mikilvægum sigri, sem var þeirra fimmti í síðustu sex leikjum. Grindvíkingar hafa hins vegar tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og þeirra bíður hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni í vor. Það er fátt jákvætt hægt að segja um fyrri hálfleikinn sem var illa leikinn af báðum liðum. Upphafsmínútur leiksins voru sérstaklega slæmar en til marks um það voru liðnar fimm mínútur þegar Grindavík skoraði sín fyrstu stig. Og á tíma voru gestirnir með fleiri tapaða bolta en stig. Sóknarleikur gestanna skánaði þó aðeins seinni hluta 1. leikhluta og Grindvíkingar leiddu að honum loknum, 12-15. Aðeins tveir leikmenn Hauka skoruðu í 1. leikhluta (Stephen Madison og Kári Jónsson) en stigaskorið dreifðist betur hjá heimamönnum í 2. leikhluta. Haukar fengu flott framlag af bekknum frá Hjálmari Stefánssyni, sem gerði sjö stig, en Ingvi Þór Guðmundsson gerði gott betur og skoraði 11 stig fyrir Grindvíkinga í fyrri hálfleik. Strákurinn var sjóðheitur fyrir utan en hann nýtti öll þrjú skot sín fyrir utan þriggja stiga línuna. Grindavík leiddi allan 2. leikhluta en náði þó aldrei að slíta sig frá Haukunum. Gestirnir náðu mest átta stiga forskoti, 18-26, eftir tvo þrista frá Ingva í röð. Haukar náðu að laga stöðuna aðeins fyrir hálfleik, þökk sé Hjálmari sem skoraði fimm síðustu stig Hafnfirðinga í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 32-37. Grindvíkingar voru áfram með frumkvæðið í 3. leikhluta en náðu þó aldrei afgerandi forskoti. Smám saman bættu Haukarnir í, fóru að minnka muninn og komust svo loks yfir með flautukörfunni hans Kára sem var besti leikmaður Hauka í kvöld. Í 4. leikhluta var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Haukarnir spiluðu þá sinn besta bolta í kvöld og byggðu upp forystu sem gestunum tókst ekki að ógna. Grindvíkingar voru aga- og ráðalausir í lokaleikhlutanum, fóru að safna villum og einbeita sér að hlutum sem þeir hafa ekki stjórn á. Eric Wise, sem lék sinn síðasta leik með Grindavík í kvöld, nældi sér t.a.m. í tæknivillu sem var í lýsandi fyrir hans leik í seinni hálfleiknum. Wise spilaði vel í þeim fyrri, skoraði 11 stig og tók 10 fráköst, en hann skoraði einungis tvo stig í seinni hálfleik og hjálpaði liði sínu lítið. Haukar sigldu sigrinum örugglega heim en á endanum munaði 11 stigum á liðunum. Lokatölur 75-64, Haukum í vil. Kári stóð, sem áður sagði, upp úr í liði Hauka en hann skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Madison átti sömuleiðis fínan leik með 19 stig og 12 fráköst og þá kom Hjálmar sérlega öflugur af bekknum; skoraði 14 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 18 stig en Wise kom næstur með sín 13 stig.Haukar-Grindavík 75-64 (12-15, 20-22, 18-12, 25-15)Haukar: Kári Jónsson 21/4 fráköst, Stephen Michael Madison 19/12 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14/6 fráköst, Emil Barja 13/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/8 fráköst, Kristinn Marinósson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Haukur Óskarsson 0/5 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 18/6 fráköst, Eric Julian Wise 13/15 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 11, Þorleifur Ólafsson 9/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/5 fráköst.Kári: Þurfti bara að kasta honum upp Kári Jónsson var sáttur með sigurinn á Grindavík en sagði að frammistaða Hauka hafi ekki verið upp á marga fiska. "Við spiluðum klárlega ekki okkar besta leik," sagði Kári. "Fyrri hálfleikurinn var alls ekki góður og við vorum á hælunum annan heimaleikinn í röð, við vorum líka svona á móti Stjörnunni. "Sem betur fer þjöppuðum við okkur saman í hálfleik, náðu góðum spretti í 3. leikhluta og byggðum upp smá stemmningu fyrir þann fjórða." Kári kom Haukum yfir, 50-49, undir lok 3. leikhluta með magnaðri flautukörfu. Hann sagðist aðallega hugsað um að koma skoti á körfuna áður en leiktíminn rynni út. "Ég sá að það var mjög lítið eftir og ég þurfti að kasta honum upp. Þetta var líka smá heppni en hún má líka stundum vera með," sagði Kári hógvær en hann viðurkenndi að það hafi verið sætt að sjá boltann fara ofan í. Að sögn Kára geta og verða Haukar að bæta leik sinn fyrir komandi verkefni. "Það er hellingur í okkar leik sem við þurfum að bæta, bæði í vörn og sókn. Við eigum erfiðan leik gegn Njarðvík í næstu umferð og við þurfum að nýta tímann vel fram að honum," sagði Kári að lokum.Jóhann: Ekkert farið eftir því sem ég teiknaði upp Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var hundóánægður með frammistöðu sinna manna gegn Haukum í kvöld. "Við vorum daprir í seinni hálfleiknum og lélegir sóknarlega. Þetta er bara sama uppskriftin aftur og aftur," sagði Jóhann en Grindvíkingar hafa tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. "Vörnin var í lagi lengst af en við erum í tómu rugli í sókninni," sagði Jóhann. En hvað þarf Grindavík að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Það er góð spurning maður," sagði Jóhann. "Þetta er fimmti leikurinn sem við töpum og þetta er alltaf sama uppskriftin. Ég bara veit ekki hvað við þurfum að gera." Að sögn Jóhanns eru það alltaf sömu hlutirnir sem Grindvíkingar eru að klikka á. "Ég tók leikhlé þegar það voru þrjár mínútur eftir og við, að ég held, sjö stigum undir. Ég teikna eitthvað á töfluna en það var ekkert farið eftir því. "Við þurfum að koma saman og reyna að finna lausn á þessu," sagði Jóhann en finnst honum hann ekki ná til leikmanna liðsins? "Það er alveg möguleiki. Ég þarf að skoða þetta mjög vel," sagði Jóhann að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Kári í vörninni í kvöld.Vísir/StefánJóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum