Sport

Coe vissi að lyfjavandinn í frjálsum væri að aukast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sebastian Coe.
Sebastian Coe. vísir/getty
Það er hart sótt að forseta Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Sebastian Coe, þessa dagana vegna starfa hans sem varaforseti.

Coe var varaforseti sambandsins frá 2007 en tók við sem forseti í ágúst síðastliðnum. Sýnt þykir að margir frjálsíþróttamenn hafi svindlað á þeim tíma sem Coe var varaforseti.

„Voru öll okkar kerfi nógu góð á þessum tíma? Ég efa það," sagði Coe við nefnd sem er að skoða málin hjá sambandinu.

Coe segir að meirihluti hans tíma hafi farið í að undirbúa Ólympíuleikana árið 2012.

„Mér var kunnugt um að við værum í vandræðum en ég vissi ekki hversu miklum. Vissi ég þó að vandinn væri að aukast? Já, ekki spurning."

Frjálsíþróttasambandið rembist við þessa dagana að hreinsa íþróttina upp og laga ímynd sína eftir að stórfelldar ásakanir um lyfjamisnotkun rússneskra frjálsíþróttamanna komu fram.

Flestir hafa þó viðurkennt að vandamálið sé alls ekki bara bundið við Rússland. Lyfjamisnotkun sé vandamál í frjálsum íþróttum yfir höfuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×