Ein af fjórum ESB-undanþágum undir í tvísýnum kosningum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. desember 2015 06:00 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hvetur Dani til að samþykkja breytinguna. Vísir/EPA Danir verða í dag spurðir hvort breyta eigi einni af fjórum ESB-undanþágum þeirra, nefnilega undanþágu frá samstarfi í innanríkis- og dómsmálum, yfir í sveigjanlega eða valkvæða undanþágu. Verði tillagan samþykkt getur Danmörk valið að taka þátt í sumum málaflokkum innanríkis- og dómsmála, frekar en að vera skilyrðislaust undanþegin samstarfi í öllum málaflokkum á þessu sviði. Ástæða þess, að efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta nú, er að ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 1993, þegar Danmörk fékk fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum. Þessar breytingar þýða meðal annars að Europol, lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, fer undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins í staðinn fyrir að vera áfram milliríkjasamstarf. Samkvæmt skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið hafa já-sinnar verið 32 prósent síðustu vikurnar, en nei-sinnar hafa sveiflast frá 34 prósentum þann 16. nóvember, niður í 29 prósent 23. nóvember og svo upp í 36 prósent þann 1. desember. Aðrar kannanir hafa ýmist sýnt nei-hliðina eða já-hliðina standa betur. Þjóðin virðist klofin til helminga. Óákveðnir eru nú 25 prósent, en voru 34 prósent fyrir hálfum mánuði. Flestir stjórnmálaflokkar hvetja til að breytin verði samþykkt. Það á bæði við um stjórnarflokkinn Venstre og helstu stjórnarandstöðuflokkana á vinstri jafnt sem hægri vængnum, en Danski þjóðarflokkurinn er í forystu nei-sinna ásamt Frjálslynda bandalaginu og Einingarlistanum. Nei-sinnar virðast einna helst hafa áhyggjur af því að Danmörk þurfi að taka upp stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttamanna, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lofað því að vilji dönsk stjórnvöld fara þá leiðina verði þau að bera það undir þjóðaratkvæði: „Ég hef engin áform um það, en ef það kæmi til tals þá yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Løkke í sjónvarpsumræðum í vikunni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlega einn þeirra sem bíða harla spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Cameron hefur sjálfur farið fram á breytingar á stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og ætlar að bjóða Bretum upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna strax á næsta ári eða þarnæsta. Afstaða dönsku þjóðarinnar getur skipt máli þegar Cameron kynnir hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna kröfur sínar innan fárra vikna. gudsteinn@frettabladid.is ESB-málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Danir verða í dag spurðir hvort breyta eigi einni af fjórum ESB-undanþágum þeirra, nefnilega undanþágu frá samstarfi í innanríkis- og dómsmálum, yfir í sveigjanlega eða valkvæða undanþágu. Verði tillagan samþykkt getur Danmörk valið að taka þátt í sumum málaflokkum innanríkis- og dómsmála, frekar en að vera skilyrðislaust undanþegin samstarfi í öllum málaflokkum á þessu sviði. Ástæða þess, að efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta nú, er að ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 1993, þegar Danmörk fékk fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum. Þessar breytingar þýða meðal annars að Europol, lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, fer undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins í staðinn fyrir að vera áfram milliríkjasamstarf. Samkvæmt skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið hafa já-sinnar verið 32 prósent síðustu vikurnar, en nei-sinnar hafa sveiflast frá 34 prósentum þann 16. nóvember, niður í 29 prósent 23. nóvember og svo upp í 36 prósent þann 1. desember. Aðrar kannanir hafa ýmist sýnt nei-hliðina eða já-hliðina standa betur. Þjóðin virðist klofin til helminga. Óákveðnir eru nú 25 prósent, en voru 34 prósent fyrir hálfum mánuði. Flestir stjórnmálaflokkar hvetja til að breytin verði samþykkt. Það á bæði við um stjórnarflokkinn Venstre og helstu stjórnarandstöðuflokkana á vinstri jafnt sem hægri vængnum, en Danski þjóðarflokkurinn er í forystu nei-sinna ásamt Frjálslynda bandalaginu og Einingarlistanum. Nei-sinnar virðast einna helst hafa áhyggjur af því að Danmörk þurfi að taka upp stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttamanna, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lofað því að vilji dönsk stjórnvöld fara þá leiðina verði þau að bera það undir þjóðaratkvæði: „Ég hef engin áform um það, en ef það kæmi til tals þá yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Løkke í sjónvarpsumræðum í vikunni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlega einn þeirra sem bíða harla spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Cameron hefur sjálfur farið fram á breytingar á stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og ætlar að bjóða Bretum upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna strax á næsta ári eða þarnæsta. Afstaða dönsku þjóðarinnar getur skipt máli þegar Cameron kynnir hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna kröfur sínar innan fárra vikna. gudsteinn@frettabladid.is
ESB-málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira