Allir kennarar eru íslenskukennarar – Ályktun um stöðu íslenskrar tungu Tryggvi Gíslason skrifar 3. desember 2015 07:00 Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun