Skertur samningsréttur stéttarfélaga Þórarinn Hjartarson skrifar 3. desember 2015 07:00 Þann 4. nóvember fór formaður Verkalýðsfélags Akraness til Reykjavíkur til fundar um kjör starfsmanna Akranesskaupstaðar. Þar var honum tjáð að Samband íslenskra sveitarfélaga væri algjörlega skuldbundið því sem fram kæmi í rammasamkomulagi undirrituðu 27. okt. af svonefndum SALEK-hópi skipuðum fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Þar er m.a. kveðið á um hverjar hækkanir megi vera hjá hópum launþega sem ósamið er við, fram til ársins 2018. Vilhjálmur verkalýðsforingi á Akranesi fann seinna út sér til hrellingar að í þeim samningum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við ýmis félög bæjarstarfsmanna undanfarið hefur svokallað SALEK- samkomulag FYLGT MEÐ sem viðhengi. Svo les ég í Morgunblaðinu 25. nóvember að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi skrifað undir samkomulag við BSRB og SFR sem var „á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði að undanförnu og taka mið af SALEK-samkomulaginu sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október“. Skjótt og hávaðalaust er komin í notkun NÝ UMGJÖRÐ um kjaraviðræður í landinu. Rammi sem engar kröfur mega fara út fyrir liggur fyrir í upphafi viðræðna. Aldeilis tromp fyrir atvinnurekandann að slá í borðið með! Við höfum reyndar haft óljósar fréttir af starfi þessa SALEK-hóps sem var stofnaður 2013, starfandi undir verkstjórn ríkissáttasemjara. Í vor og sumar gerði verkalýðshreyfingin meiri kröfur en venjulega, launadeilur urðu líka nokkuð víðtækar, einkum á opinbera markaðnum vissulega, en jafnvel Starfsgreinasambandsfélög á landsbyggðinni fóru í tveggja daga verkfall. Slíkt hefur ekki gerst í stóru ASÍ-sambandi í marga áratugi. Mátti spyrja sig: er stéttasamvinnupólitíkin að bila? Seðlabankastjóri fór á yfirsnúning og Þorsteinn Víglundsson foringi SA sagði – vísandi sérstaklega til átakanna á sjúkrahúsum og hjá BHM – að „vinna við breytingar á vinnumarkaðsmódeli verði að hefjast ef ekki eigi að hljótast verra af“. SALEK-hópur skilaði rammasamkomulagi 27. október sl. Helstu þættir þess eru: 1. Stofnun Þjóðhagsráðs sem skal greina stöðuna í efnahagsmálum 2. Sameiginleg launastefna til ársloka 2018, sameiginlegur kostnaðarrammi er fundinn 32%, að frádregnum áorðnum kostnaði. 3. Fram til ársloka 2018 skal þróa samningslíkan sem gilda skal við kjarasamninga á Íslandi. Ein „meginstoð“ í því líkani skal vera: Samkeppnis- og útflutningsgreinar „semji fyrst og móti þannig það svigrúm sem til launabreytinga er“. Í kynningu samkomulagsins í fjölmiðlum, sem var hreint ekki hávær, var breytingunni valin lokkandi yfirskrift: „NORRÆNT VINNUMARKAÐSLÍKAN“ sem fjölmiðlarnir tönnluðust á. Breytingin boðar skandínavísk kjör! Samkvæmt RÚV er eitt helsta markmiðið að „stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði“. Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Arnbjörnsson útskýrðu að fara yrði nýjar leiðir í samningagerð til að „tryggja frið á vinnumarkaði og raunverulegar kjarabætur“. Boðskapurinn er: „friðarstefna“ gagnast launafólki og samfélaginu best. Í kynningu innan verkalýðshreyfingarinnar – sem er rétt að hefjast – tala forustumennirnir helst um SALEK-samkomulagið sem „lausa hugmynd“, EKKI SÉ BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA NEITT. En það stenst illa miðað við það að samkomulagið er þegar komið í fulla notkun og kaupákvæði þess notað sem óbrjótanlegur rammi! Þess má geta að SA setti í apríl í vor fram hugmynd um Þjóðhagsráð – skipað fulltrúum ríkisstjórnar, seðlabankastjóra og aðila vinnumarkaðar – og ríkisstjórnin tók undir þá hugmynd. Varðandi mat Þjóðhagsráðsins á „svigrúminu“ má geta þess að Seðlabankinn hefur lengi reiknað út þetta „svigrúm“ og yfirleitt fundið tölu nálægt 3%. Mat Þjóðhagsráðs verður sjálfsagt mjög svipað, nema hvað nú (eftir 2018) verður aðilum vinnumarkaðar SKYLT að semja innan þess gefna ramma. Frjáls samningsréttur? Eitt verkalýðsfélag hefur opinberlega gagnrýnt þetta nýja „líkan“, Verkalýðsfélag Akraness. Á vefsíðu þess segir að samkomulagið sé „skerðing á samningsrétti og frelsi stéttarfélaganna enda kemur fram í samkomulaginu að fyrirfram sé búið að ákveða hverjar launabreytingar eigi að vera“. Í ljósi þess hefur Akranesfélagið höfðað mál gegn Samband ísenskra sveitarfélaga fyrir Félagsdómi. Sambandið svarar nú af fullri hörku og krefst þess að félagið falli frá málinu og skrifi undir NÁKVÆMLEGA EINS SAMNING og hin félögin, með SALEK-samkomulagið sem viðhengi, að öðrum kosti fái félagið engan samning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Þann 4. nóvember fór formaður Verkalýðsfélags Akraness til Reykjavíkur til fundar um kjör starfsmanna Akranesskaupstaðar. Þar var honum tjáð að Samband íslenskra sveitarfélaga væri algjörlega skuldbundið því sem fram kæmi í rammasamkomulagi undirrituðu 27. okt. af svonefndum SALEK-hópi skipuðum fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Þar er m.a. kveðið á um hverjar hækkanir megi vera hjá hópum launþega sem ósamið er við, fram til ársins 2018. Vilhjálmur verkalýðsforingi á Akranesi fann seinna út sér til hrellingar að í þeim samningum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við ýmis félög bæjarstarfsmanna undanfarið hefur svokallað SALEK- samkomulag FYLGT MEÐ sem viðhengi. Svo les ég í Morgunblaðinu 25. nóvember að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi skrifað undir samkomulag við BSRB og SFR sem var „á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði að undanförnu og taka mið af SALEK-samkomulaginu sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október“. Skjótt og hávaðalaust er komin í notkun NÝ UMGJÖRÐ um kjaraviðræður í landinu. Rammi sem engar kröfur mega fara út fyrir liggur fyrir í upphafi viðræðna. Aldeilis tromp fyrir atvinnurekandann að slá í borðið með! Við höfum reyndar haft óljósar fréttir af starfi þessa SALEK-hóps sem var stofnaður 2013, starfandi undir verkstjórn ríkissáttasemjara. Í vor og sumar gerði verkalýðshreyfingin meiri kröfur en venjulega, launadeilur urðu líka nokkuð víðtækar, einkum á opinbera markaðnum vissulega, en jafnvel Starfsgreinasambandsfélög á landsbyggðinni fóru í tveggja daga verkfall. Slíkt hefur ekki gerst í stóru ASÍ-sambandi í marga áratugi. Mátti spyrja sig: er stéttasamvinnupólitíkin að bila? Seðlabankastjóri fór á yfirsnúning og Þorsteinn Víglundsson foringi SA sagði – vísandi sérstaklega til átakanna á sjúkrahúsum og hjá BHM – að „vinna við breytingar á vinnumarkaðsmódeli verði að hefjast ef ekki eigi að hljótast verra af“. SALEK-hópur skilaði rammasamkomulagi 27. október sl. Helstu þættir þess eru: 1. Stofnun Þjóðhagsráðs sem skal greina stöðuna í efnahagsmálum 2. Sameiginleg launastefna til ársloka 2018, sameiginlegur kostnaðarrammi er fundinn 32%, að frádregnum áorðnum kostnaði. 3. Fram til ársloka 2018 skal þróa samningslíkan sem gilda skal við kjarasamninga á Íslandi. Ein „meginstoð“ í því líkani skal vera: Samkeppnis- og útflutningsgreinar „semji fyrst og móti þannig það svigrúm sem til launabreytinga er“. Í kynningu samkomulagsins í fjölmiðlum, sem var hreint ekki hávær, var breytingunni valin lokkandi yfirskrift: „NORRÆNT VINNUMARKAÐSLÍKAN“ sem fjölmiðlarnir tönnluðust á. Breytingin boðar skandínavísk kjör! Samkvæmt RÚV er eitt helsta markmiðið að „stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði“. Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Arnbjörnsson útskýrðu að fara yrði nýjar leiðir í samningagerð til að „tryggja frið á vinnumarkaði og raunverulegar kjarabætur“. Boðskapurinn er: „friðarstefna“ gagnast launafólki og samfélaginu best. Í kynningu innan verkalýðshreyfingarinnar – sem er rétt að hefjast – tala forustumennirnir helst um SALEK-samkomulagið sem „lausa hugmynd“, EKKI SÉ BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA NEITT. En það stenst illa miðað við það að samkomulagið er þegar komið í fulla notkun og kaupákvæði þess notað sem óbrjótanlegur rammi! Þess má geta að SA setti í apríl í vor fram hugmynd um Þjóðhagsráð – skipað fulltrúum ríkisstjórnar, seðlabankastjóra og aðila vinnumarkaðar – og ríkisstjórnin tók undir þá hugmynd. Varðandi mat Þjóðhagsráðsins á „svigrúminu“ má geta þess að Seðlabankinn hefur lengi reiknað út þetta „svigrúm“ og yfirleitt fundið tölu nálægt 3%. Mat Þjóðhagsráðs verður sjálfsagt mjög svipað, nema hvað nú (eftir 2018) verður aðilum vinnumarkaðar SKYLT að semja innan þess gefna ramma. Frjáls samningsréttur? Eitt verkalýðsfélag hefur opinberlega gagnrýnt þetta nýja „líkan“, Verkalýðsfélag Akraness. Á vefsíðu þess segir að samkomulagið sé „skerðing á samningsrétti og frelsi stéttarfélaganna enda kemur fram í samkomulaginu að fyrirfram sé búið að ákveða hverjar launabreytingar eigi að vera“. Í ljósi þess hefur Akranesfélagið höfðað mál gegn Samband ísenskra sveitarfélaga fyrir Félagsdómi. Sambandið svarar nú af fullri hörku og krefst þess að félagið falli frá málinu og skrifi undir NÁKVÆMLEGA EINS SAMNING og hin félögin, með SALEK-samkomulagið sem viðhengi, að öðrum kosti fái félagið engan samning.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar