Stjórnir Þýskalands og Bretlands vilja hernað Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og FranÇois Hollande Frakklandsforseti á leiðtogafundi í Brussel í október Fréttablaðið/EPA Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira