Stjórnir Þýskalands og Bretlands vilja hernað Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og FranÇois Hollande Frakklandsforseti á leiðtogafundi í Brussel í október Fréttablaðið/EPA Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Þýska stjórnin samþykkti í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn „Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin vonast til þess að fá samþykki þingsins á föstudaginn. Angela Merkel kanslari hefur heitið því að útvega að minnsta kosti þúsund hermenn ásamt herþotum og freigátu. Frakkar hófu lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar voðaverkanna í París í síðasta mánuði. Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130 manns lífið. Ursula von Leyen varnarmálaráðherra tók fram að ekkert hernaðarsamstarf við stjórn Bashars al Assad forseta komi til greina. Hún sagði hins vegar mikilvægt að koma í veg fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji. Ekki megi endurtaka mistökin frá Írak þegar stuðningsmönnum Saddams Hussein var öllum bolað burt, með þeim afleiðingum meðal annars að margir þeirra eru nú gengnir til liðs við Íslamska ríkið. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra segir síðan óhjákvæmilegt að reikna með því að þessi hernaður muni dragast verulega á langinn. André Wüstner, sem er formaður Bandalags þýskra hermanna, tekur í sama streng: „Ég reikna með að þessi hernaður, ef við sinnum honum af alvöru, muni vara töluvert lengur en tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í gærmorgun. Breska stjórnin hefur sömuleiðis ákveðið að halda í hernað gegn Íslamska ríkinu. Reiknað er með því að breska þingið samþykki loftárásir með miklum meirihluta. Málið verður rætt á breska þinginu í dag og eru tíu klukkustundir ætlaðar til umræðnanna. Miklu skiptir fyrir úrslitin að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, ákvað að þingmenn flokksins hefðu frjálsar hendur um atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að skylda þá til þess að greiða atkvæði gegn árásunum, eins og hann hefði getað gert í krafti leiðtogavalds síns. Þar með þykir ljóst að heimildin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þótt vitað sé að hluti Verkamannaflokksins og einhver hluti Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn henni. Þá hefur arabíska fréttastöðin Al Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri samtökum sýrlenskra stjórnarandstæðinga, samþykkt að taka þátt í friðarviðræðum síðar í mánuðinum í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira