Glamour tók saman nokkrar myndir þar sem búningahönnuðirnir hafa farið á kostum og jafnvel haft mikil áhrif á tískuna. Góða skemmtun!
Clueless
Þessa mynd þarf vart að kynna. Hnésokkar, tölvustýrður fatasápur, Alaia kjóllinn frægi og rauðu satín skórnir. Að ógleymdum 53 mismunandi köflóttum munstrum sem bregður fyrir í myndinni.

Raunveruleikinn í tískuheiminum eins og hann gerist bestur. Önnu Wintour og teymi hennar hjá Vogue er fylgt eftir við gerð sepetember blaðsins, þar sem ýmistlegt gengur á.

Með sorglegri kvikmyndum fyrr og síðar, en það breytir því ekki að aðalpersónan, Ali, er mikil tískufyrirmynd. Við myndum ekki slá hendinni á móti því að eignast fataskápinn hennar.

Tískuhönnuðinn Tom Ford er leikstjóri þessarar frábæru myndar og er allt útlit hennar óaðfinnanlegt, hvort sem það eru búningar, förðun, hár eða leikmynd. Julianne Moore er sérstaklega glæsileg í sínu hlutverki.

Fötin sem Julia Roberts klæddist í myndinni eru mörg hver ógleymanleg. Rauði kjóllinn, doppótti kjóllinn og hvítu hanskarnir og hatturinn. Að ógleymanlegum stígvélunum með bréfaklemmunni. Klassík.

Jean Paul Gaultier hannaði 954 búninga sérstaklega fyrir myndina. Eftirminnilegast er sennilega hvíta dressið sem Milla Jovowich klæddist og við heilluðumst öll af.

Upprunalega myndin frá 1970 er ekki síðri en útgáfan frá 2013. Sem betur fer voru sniðin árið 1920 víð, þar sem leikkonan Mia Farrow var ólétt við tökur á myndinni.

Með flottari búningum sem sést hafa í kvikmynd. Þó myndin eigi að gerast í kringum 1930, eru áhrif áttunda áratugarins augljós.

Audrey Toutou fer með hlutverk sjálfar Gabrielle (Coco) Chanel, í mynd um ævi eins þekktasta fatahönnuðar sögunnar, sem kom konum upp á lagið með að ganga í buxum. Röndóttir bolir, víðar buxur og einföld, karlmannleg snið.