Tónlist

Átrúnaðargoðin í samstarfi við bassaleikara Foghat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslensku rapppönkararnir í Átrúnaðargoðunum hafa nýverið unnið hörðum höndum að nýrri plötu í hljóðveri hjá bandaríska leikaranum, tónlistarmanninum og upptökustjóranum Nick Jameson.

Hinn síðarnefndi kom til landsins í fyrra og varð eins og algengt er, heillaður af landi og þjóð. Eftir að hafa séð Goðin á nokkrum tónleikum bauð hann þeim að kíkja í stúdíóið að taka upp tónlistina sína.

Nick er enginn viðvaningur á tökkunum en hann hljóðblandaði 8 gullplötur, 1 platínum og eina tvöfalda platínum fyrir hljómsveitina Foghat en hann var líka bassaleikari þeirra um tíma og samdi t.d. bassagrúvið fræga í laginu "Slow Ride".

Þá hefur hann leikið í fjölda kvikmynda og þátta og ljáð teiknimyndum og tölvuleikjum rödd sína. Má þar nefna Seinfeld, 24, The Boondocks, Frozen, Lost, The Critic Final Fantasy og fjölmörgu öðru.

Dans Regnklukknanna er fyrsta lag Átrúnaðargoðanna sem hann sér um hljóðblöndun á en von er á meira efni frá þeim félögum á næstunni. Átrúnaðargoðin hafa nú gefið út myndband við lagið og gerðu þeir myndbandið sjálfir en Brynjar Karl Sigurðarson sá um grunninn í laginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.