Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 11:18 Nemendur í Hagaskóla söfnuðu 2,4 milljónum króna í góðgerðarviku á dögunum. Ágóðinn rann til sýrlenskra flóttamanna sem von er á til Íslands og samtakanna Útmeða, stuðningshóp sem fyrirbyggir sjálfsvíg ungmenna. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendir til foreldra barna við skólann í dag kemur fram að nokkuð mörg börn í skólanum séu með leyfi frá foreldrum sínum. Það sé ákvörðun foreldra hvort þeir sæki um leyfi fyrir börn sín eins og fram hafi komið í tilkynningum frá yfirvöldum. „ Hins vegar er sú staða komin upp að mörg börn vilja fara heim og hef ég fengið upplýsingar um að þau hafi verið að bera alls konar upplýsingar í foreldra. Það sem ég hef m.a. heyrt er að kennarar séu veðurtepptir heima hjá sér, að kennarar segi að nemendur megi fara heim, að allir í bekknum séu farnir heim o.sv.frv.“ Ómar Örn segir allt þetta rangt. Í Hagaskóla verði kennsla út daginn og forföll þess eina kennara sem sé veikur verði mönnuð. Nemendur sem ekki eru veikir eða með leyfi fái að sjálfsögðu skráða fjarvist. Ragnheiður Stephensen, kennari við Garðaskóla.Mynd af vefsíðu Garðabæjar„Væla sig heim“ Vísir fjallaði fyrr í dag um stöðu mála í Garðaskóla í Garðabæ þar sem kennari við skólann gagnrýnir foreldra harðlega. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr kennarinn Ragnheiður Stephensen sem telur um 75 prósent nemenda í 10. bekk vanta í skólann.„Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendir til foreldra barna við skólann í dag kemur fram að nokkuð mörg börn í skólanum séu með leyfi frá foreldrum sínum. Það sé ákvörðun foreldra hvort þeir sæki um leyfi fyrir börn sín eins og fram hafi komið í tilkynningum frá yfirvöldum. „ Hins vegar er sú staða komin upp að mörg börn vilja fara heim og hef ég fengið upplýsingar um að þau hafi verið að bera alls konar upplýsingar í foreldra. Það sem ég hef m.a. heyrt er að kennarar séu veðurtepptir heima hjá sér, að kennarar segi að nemendur megi fara heim, að allir í bekknum séu farnir heim o.sv.frv.“ Ómar Örn segir allt þetta rangt. Í Hagaskóla verði kennsla út daginn og forföll þess eina kennara sem sé veikur verði mönnuð. Nemendur sem ekki eru veikir eða með leyfi fái að sjálfsögðu skráða fjarvist. Ragnheiður Stephensen, kennari við Garðaskóla.Mynd af vefsíðu Garðabæjar„Væla sig heim“ Vísir fjallaði fyrr í dag um stöðu mála í Garðaskóla í Garðabæ þar sem kennari við skólann gagnrýnir foreldra harðlega. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr kennarinn Ragnheiður Stephensen sem telur um 75 prósent nemenda í 10. bekk vanta í skólann.„Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47