Landspítali + háskóli = sönn ást Sæmundur Rögnvaldsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar