Tugir mála vegna ærumeiðinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir tugi mála á sínu borði vegna ærumeiðandi ummæla sem hafi fallið á netinu. Nordicphotos/getty Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“ Hlíðamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“
Hlíðamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira