Bíó og sjónvarp

Þrestir unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíð í frönsku Ölpunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rúnar Rúnarsson með kristalörina.
Rúnar Rúnarsson með kristalörina. mynd/kvikmyndahátíðin les arcs
Seint í gærkvöldi tók Rúnar Rúnarsson leikstjóri kvikmyndarinnar Þrestir á móti Kristalörinni sem eru aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs sem fer fram í frönsku Ölpunum.

Kvikmyndin vann alls fjögur verðlaun á hátíðinni en auk Kristalörvarinnar tók leikstjórinn á móti verðlaunum fyrir bestu myndina að mati blaðamanna og fyrir bestu kvikmyndatökuna.

Þá hlaut Atli Fjalarsson verðlaun sem besti leikarinn, en fyrr í vikunni var hann valinn til að vera svokölluð Shooting Star á Kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Þrestir var tekin til almennra sýninga á Íslandi í haust og er hún sýnd í Bíó Paradís. Með aðalhlutverk, auk Atla, fara þau Rakel Björk Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Rade Serbedzija.


Tengdar fréttir

Falleg en full kunnugleg þroskasaga

Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri.

Þrestir unnu stærstu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku

Um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma tilkynnti leikkonan Geraldine Chaplin, elsta dóttir Charlie Chaplin, að kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið hin virðulegu Bandeira Paulista aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Mostra í Sao Paulo.

„Þetta var eins og að vera í Hollywood svolítið“

Aðalleikarar kvikmyndarinnar Þrestir, þau Atli Óskar Fjalarson og Rakel Björk Björnsdóttir, segja nokkra frumsýningargesti ekki hafa treyst sér í gleðskap fyrir myndina í gær að lokinni frumsýningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×