Innlent

„Ég er knúsuð í bak og fyrir“

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásta í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hún var sýknuð.
Ásta í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hún var sýknuð. Vísir/Stefán

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir, sem var á dögunum sýknuð var af manndrápi af gáleysi og broti á hjúkrunarlögum, segist hafa fengið stuðning alls staðar að. Í pistli sem hún skrifaði á Facebookvegg hópsins Samkennd #þettahefðigetaðveriðég, þakkar ásta fyrir stuðninginn sem hún fékk á meðan á dómsmálinu stóð og þá sérstaklega síðustu vikurnar.

„Stuðningurinn hefur komið alls staðar að og ég er knúsuð í bak og fyrir nánast allstaðar þar sem ég kem. Allir að leggja sig fram um að vera góðir við mig,“ skrifar Ásta.

Sjá einnig: Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins

Ásta segir frá því að hún sé mætt aftur til vinnu og að það sé gott að hitta vinnufélagana aftur.

„Ég er ótrúlega þakklát fyrir vinnustaðinn minn og þann stuðning sem ég hef fengið þaðan frá fyrstu tíð. Ég veit að margir eru hugsi yfir framvindunni fyrsta sólarhringinn og jafnvel ég get ekki útskýrt það vel. En ég get samt sagt ykkur það að stuðningur frá vinnuveitanda mínum, LSH, var mikill alveg frá upphafi.“

Þá segir Ásta að komandi jól verði þau fyrstu í þrjú ár þar sem þetta mál hangi ekki yfir henni.

Sjá einnig:Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið

„Áfrýjunarfrestinum lýkur 6. janúar ... á þrettándanum. Hugsa að það verði við hæfi að skjóta upp nokkrum flugeldum það kvöldið,“ skrifar Ásta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×