Erlent

Svíar samþykkja persónueftirlit í lestum, rútum og skipum á leið til landsins

Atli ísleifsson skrifar
Eyrarsundsbrúin tengir saman Malmö og Kaupmannahöfn.
Eyrarsundsbrúin tengir saman Malmö og Kaupmannahöfn. Vísir/AFP
Sænska þingið hefur samþykkt tillögu um persónueftirlit í lestum, rútum og skipum á leið til landsins. Breytingarnar taka gildi 4. janúar og gilda til þriggja ára.

Allir þeir sem ferðast í lestum, rútum eða skipum til Svíþjóðar munu nú þurfa að sýna fram á persónuskilríki, en reglurnar ná ekki til barna sem ferðast með foreldrum sínum.

Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og einn þingmanna Græningja greiddu atkvæði gegn tillögunni. Stærstur hluti stjórnarandstöðunnar sat hjá í atkvæðagreiðslunni.

Svíþjóðardemókratar greiddu atkvæði með tillögunni, þó að þingmenn flokksins sögðust vilja að reglurnar næðu einnig til einkabíla og leigubíla.

Mikill fjöldi flóttafólks hefur haldið til Svíþjóðar síðustu mánuði, fyrst og fremst um Danmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×