Innlent

Sérfræðingar í krísustjórnun fengu 50 milljónir frá fjármálaráðuneytinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/GVA
Fjármálaráðuneytið greiddi alls 237,6 milljónir vegna utanaðkomandi sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa frá upphafi árs 2014 til loka oktobermánaðar 2015. Hæstu greiðslurnar fengu lögfræðistofam Juris slf. og og almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttir en hún hefur sent viðlíka fyrirspurnir á öll ráðuneytin.

Sjá einnig: Siv Friðleifsdóttir fékk 20 milljónir frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu

Burson-Marsteller fékk 49,9 milljónir vegna ráðgjafar- og kynningarþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið vinnur fyrir ráðuneytið en árið 2012 og 2013 vann það verkefni fyrir ríkisstjórnina vegna Icesave-málsins og makríldeilunnar. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir krísustjórnun og þykir vera framarlega í sínu fagi.

Lögfræðistofan Juris slf. fékk alls 64 milljónir, þar af 52,8 milljónir vegna þjóðlendumála en 11,3 milljónir fyrir málflutning fyrir EFTA-dómstólnum. Einn eiganda Juris er Andri Árnason sem m.a. varði Geir H. Haarde þegar hann var ákærður fyrir Landsdómi árið 2011.

Sjá einnig: Formaður framsóknarkvenna fékk milljón frá ráðuneyti Gunnars Braga

Þá fékk Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 7,5 milljónir vegna mats á erlendum áhrifum bankahrunsins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur umsjón með verkinu. Miðað var að því að verkefni yrði lokið sumarið 2015 en líklega verður skýrslan ekki tilbúin fyrr en eftir áramót samkvæmt frétt RÚV.

Nálgast má svar fjármálaráðherra hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×