Innlent

Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Þórshöfn á Langanesi. Meirihluti sveitarstjórnarinnar hefur fallið tvisvar á þessu ári.
Frá Þórshöfn á Langanesi. Meirihluti sveitarstjórnarinnar hefur fallið tvisvar á þessu ári. vísir/pjetur
Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði.

Í febrúar klauf Reynir Atli sig úr fyrri meirihluta L- og N-lista og gerði samkomulag við U-lista um nýjan.

Reynir Atli bókaði á fundi sveitarstjórnar í gær að hann treysti sér ekki til að vinna áfram með meirihlutanum. „Í ljósi þess að varaoddviti getur ekki stutt vinnubrögð oddvita í tengslum við viljayfirlýsingu Finnafjarðarverkefnisins, telur hann meirihlutasamstarfi sjálfhætt,“ segir í bókuninni.

Hvorki náðist í Reyni Atla Jónsson né Siggeir Stefánsson við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×