Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2015 18:29 Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Vísir/Ernir Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert.
Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Sjá meira