Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Jakob Ingi Jakobsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn! Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns. Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið. Ef konan vill fæða barnið þarf karlinn/ríkið að greiða með barninu til 18 ára aldurs. Þá kann karlinn að þurfa að klífa endalausar brekkur til að fá lágmarksumgengni við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra foreldra lögheimili hjá mæðrum sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti. Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan rétt kynjanna að gera nema síður sé. Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst og síðast um enn meiri og aukinn rétt kvenna, með áframhaldandi skerðingu á réttindum feðra til að hafa eitthvað að segja til um ófætt/fætt barn sitt, þar með talið uppeldi eða umgengni við það! Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra. Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis. Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar. Ég heyri að konur sem rætt er við klifa á rétti sínum yfir eigin líkama. Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi! Þá er afar óviðeigandi að heyra konur bera á karlastéttina í fjölmiðlum nýverið að hún ali á einhvers konar órétti í þeirra garð þó konan geti ekki nýtt fóstureyðingar einhliða og án skýringa. Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!Ekki einkamál konu Það er í mínum huga afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri. Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má ekki vera og er ekki einkamál konu. Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt. Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra! Réttarbóta kann að vera þörf en taka þarf umfram allt annað mið af rétti barnsins og feðranna sbr. framangreint. Það er í mörg horn og lagakróka að líta við svona ákvarðanir! Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum! Það þarf að skoða hlutina í þessu ljósi. Niðurstaða: Tillit skal ekki einvörðungu lúta að sérstöðu kvenna, heldur þurfa réttindi að lúta að sérstöðu karla líka! Það er ekki svo í dag! Breytum þessu og stuðlum að „raunverulegum“ jöfnum rétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn! Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns. Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið. Ef konan vill fæða barnið þarf karlinn/ríkið að greiða með barninu til 18 ára aldurs. Þá kann karlinn að þurfa að klífa endalausar brekkur til að fá lágmarksumgengni við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra foreldra lögheimili hjá mæðrum sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti. Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan rétt kynjanna að gera nema síður sé. Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst og síðast um enn meiri og aukinn rétt kvenna, með áframhaldandi skerðingu á réttindum feðra til að hafa eitthvað að segja til um ófætt/fætt barn sitt, þar með talið uppeldi eða umgengni við það! Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra. Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis. Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar. Ég heyri að konur sem rætt er við klifa á rétti sínum yfir eigin líkama. Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi! Þá er afar óviðeigandi að heyra konur bera á karlastéttina í fjölmiðlum nýverið að hún ali á einhvers konar órétti í þeirra garð þó konan geti ekki nýtt fóstureyðingar einhliða og án skýringa. Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!Ekki einkamál konu Það er í mínum huga afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri. Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má ekki vera og er ekki einkamál konu. Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt. Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra! Réttarbóta kann að vera þörf en taka þarf umfram allt annað mið af rétti barnsins og feðranna sbr. framangreint. Það er í mörg horn og lagakróka að líta við svona ákvarðanir! Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum! Það þarf að skoða hlutina í þessu ljósi. Niðurstaða: Tillit skal ekki einvörðungu lúta að sérstöðu kvenna, heldur þurfa réttindi að lúta að sérstöðu karla líka! Það er ekki svo í dag! Breytum þessu og stuðlum að „raunverulegum“ jöfnum rétti!
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun