Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Jakob Ingi Jakobsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn! Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns. Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið. Ef konan vill fæða barnið þarf karlinn/ríkið að greiða með barninu til 18 ára aldurs. Þá kann karlinn að þurfa að klífa endalausar brekkur til að fá lágmarksumgengni við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra foreldra lögheimili hjá mæðrum sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti. Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan rétt kynjanna að gera nema síður sé. Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst og síðast um enn meiri og aukinn rétt kvenna, með áframhaldandi skerðingu á réttindum feðra til að hafa eitthvað að segja til um ófætt/fætt barn sitt, þar með talið uppeldi eða umgengni við það! Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra. Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis. Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar. Ég heyri að konur sem rætt er við klifa á rétti sínum yfir eigin líkama. Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi! Þá er afar óviðeigandi að heyra konur bera á karlastéttina í fjölmiðlum nýverið að hún ali á einhvers konar órétti í þeirra garð þó konan geti ekki nýtt fóstureyðingar einhliða og án skýringa. Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!Ekki einkamál konu Það er í mínum huga afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri. Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má ekki vera og er ekki einkamál konu. Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt. Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra! Réttarbóta kann að vera þörf en taka þarf umfram allt annað mið af rétti barnsins og feðranna sbr. framangreint. Það er í mörg horn og lagakróka að líta við svona ákvarðanir! Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum! Það þarf að skoða hlutina í þessu ljósi. Niðurstaða: Tillit skal ekki einvörðungu lúta að sérstöðu kvenna, heldur þurfa réttindi að lúta að sérstöðu karla líka! Það er ekki svo í dag! Breytum þessu og stuðlum að „raunverulegum“ jöfnum rétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn! Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns. Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið. Ef konan vill fæða barnið þarf karlinn/ríkið að greiða með barninu til 18 ára aldurs. Þá kann karlinn að þurfa að klífa endalausar brekkur til að fá lágmarksumgengni við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra foreldra lögheimili hjá mæðrum sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti. Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan rétt kynjanna að gera nema síður sé. Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst og síðast um enn meiri og aukinn rétt kvenna, með áframhaldandi skerðingu á réttindum feðra til að hafa eitthvað að segja til um ófætt/fætt barn sitt, þar með talið uppeldi eða umgengni við það! Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra. Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis. Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar. Ég heyri að konur sem rætt er við klifa á rétti sínum yfir eigin líkama. Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi! Þá er afar óviðeigandi að heyra konur bera á karlastéttina í fjölmiðlum nýverið að hún ali á einhvers konar órétti í þeirra garð þó konan geti ekki nýtt fóstureyðingar einhliða og án skýringa. Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!Ekki einkamál konu Það er í mínum huga afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri. Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má ekki vera og er ekki einkamál konu. Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt. Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra! Réttarbóta kann að vera þörf en taka þarf umfram allt annað mið af rétti barnsins og feðranna sbr. framangreint. Það er í mörg horn og lagakróka að líta við svona ákvarðanir! Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum! Það þarf að skoða hlutina í þessu ljósi. Niðurstaða: Tillit skal ekki einvörðungu lúta að sérstöðu kvenna, heldur þurfa réttindi að lúta að sérstöðu karla líka! Það er ekki svo í dag! Breytum þessu og stuðlum að „raunverulegum“ jöfnum rétti!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun