Er enginn eyland? Áasdís Sigmundsdóttir skrifar 16. desember 2015 12:00 Bækur Leiðin út í heim Hermann Stefánsson Útgefandi: Sæmundur Fjöldi síðna: 90 Það er varla hægt að fjalla um bók Hermanns Stefánssonar Leiðin út í heim án þess að nefna tengsl hennar við barnabókina Palli var einn í heiminum (1942) eftir danska höfundinn Jens Sigsgaard. Bók Hermanns er, eins og komið hefur fram, eins konar fullorðinsútgáfa af barnabókinni þar sem upprunalega sagan er grunnur að þeirri nýju. Endurritanir sem þessar eru, ef þær eru vel heppnaðar, hins vegar sjaldnast einfaldar endurgerðir. Þær eru alltaf í aðra röndina túlkun á fyrra verkinu og aðlögun t.d. að nýju markmiði, bókmenntalegri stöðu eða samtíma endurritunarinnar. Hermann fylgir söguþræði barnabókarinnar nokkuð nákvæmlega eftir, a.m.k. framan af. Lýsingar hans á söguheiminum eru líka að miklu leyti byggðar á myndum Arne Ungermann sem prýddu bók Sigsgaard. Þessar myndir eru stór hluti af upplifun lesenda á sögunni og Hermann notar nákvæmar lýsingar á þeim oft til að fjalla um þætti sem barnabókin gefur aðeins í skyn eða tæpir á. Í raun má segja að í upphafi sé textinn fyrst og fremst frekar lágstemmd og nákvæm lýsing á myndum barnabókarinnar, en eftir því sem á líður verða pælingar sögumanns fyrirferðarmeiri, Hermann bætir meiru inn í atburðarásina og stíllinn verður ýktari og orðgnóttin meiri. Palli, en svo heitir sögupersóna Hermanns líka, er mjög óljós persóna og virðist aðallega vera leið til að fjalla um heimspekilegar, pólitískar og tilvistarlegar spurningar heldur en eiginleg sögupersóna. Við vitum í raun afskapleg lítið um hann. Hann er á óræðum aldri, ekki barn en varla fullorðinn heldur. Hann býr hjá mömmu og pabba og það sem hann tekur sér fyrir hendur þegar hann er einn í heiminum er nokkurn veginn það sama og fyrirmyndin. Það er kannski ekki fyrr en í seinni hluta bókarinnar að langanir hans og athafnir endurspegla þrár fullorðins manns. Það sem gerir þetta verk að vel heppnaðri endurritun er að það er ekki bara persónan og atburðarásin sem Hermann endurskapar heldur tekur hann hugmyndir sem eru í upprunalega verkinu og vinnur áfram með þær, flækir, gerir margbrotnari og ummyndar. Palli var einn í heiminum spyr tilvistarlegra spurninga en Hermann notar ekki bara þær augljósu, þörf manneskjunnar til að vera ein og jafnframt eiga samneyti við annað fólk, heldur notar söguna til að fjalla um mun fjölbreyttari efni. Það er af nógu að taka en sumar pælingarnar eru betur útfærðar en aðrar. Tvískipting sjálfsins, einmanaleg staða manneskjunnar í heiminum, innra og ytra eftirlit, aðskilnaðurinn frá móðurinni og mótun sjálfsins eru nokkur dæmi um þær hugmyndir sem sögumaður tæpir á í þessari bók. Ég hefði þó viljað sjá Hermann ganga lengra í að útfæra hugmyndirnar og flétta enn frekar inn í söguþráðinn. Þegar hann gerir það, eins og til dæmis þegar hann bætir tvífara Palla inn í söguna, þá gefur það verkinu meira sjálfstæði frá fyrirrennara sínum og þar með meira vægi. Endurritanir þurfa að vera sín eigin listræna heild og þegar best tekst til þá er verk Hermanns það.Niðurstaða: Áhugaverð endurritun á þekktri sögu sem tekur á stórum spurningum. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Leiðin út í heim Hermann Stefánsson Útgefandi: Sæmundur Fjöldi síðna: 90 Það er varla hægt að fjalla um bók Hermanns Stefánssonar Leiðin út í heim án þess að nefna tengsl hennar við barnabókina Palli var einn í heiminum (1942) eftir danska höfundinn Jens Sigsgaard. Bók Hermanns er, eins og komið hefur fram, eins konar fullorðinsútgáfa af barnabókinni þar sem upprunalega sagan er grunnur að þeirri nýju. Endurritanir sem þessar eru, ef þær eru vel heppnaðar, hins vegar sjaldnast einfaldar endurgerðir. Þær eru alltaf í aðra röndina túlkun á fyrra verkinu og aðlögun t.d. að nýju markmiði, bókmenntalegri stöðu eða samtíma endurritunarinnar. Hermann fylgir söguþræði barnabókarinnar nokkuð nákvæmlega eftir, a.m.k. framan af. Lýsingar hans á söguheiminum eru líka að miklu leyti byggðar á myndum Arne Ungermann sem prýddu bók Sigsgaard. Þessar myndir eru stór hluti af upplifun lesenda á sögunni og Hermann notar nákvæmar lýsingar á þeim oft til að fjalla um þætti sem barnabókin gefur aðeins í skyn eða tæpir á. Í raun má segja að í upphafi sé textinn fyrst og fremst frekar lágstemmd og nákvæm lýsing á myndum barnabókarinnar, en eftir því sem á líður verða pælingar sögumanns fyrirferðarmeiri, Hermann bætir meiru inn í atburðarásina og stíllinn verður ýktari og orðgnóttin meiri. Palli, en svo heitir sögupersóna Hermanns líka, er mjög óljós persóna og virðist aðallega vera leið til að fjalla um heimspekilegar, pólitískar og tilvistarlegar spurningar heldur en eiginleg sögupersóna. Við vitum í raun afskapleg lítið um hann. Hann er á óræðum aldri, ekki barn en varla fullorðinn heldur. Hann býr hjá mömmu og pabba og það sem hann tekur sér fyrir hendur þegar hann er einn í heiminum er nokkurn veginn það sama og fyrirmyndin. Það er kannski ekki fyrr en í seinni hluta bókarinnar að langanir hans og athafnir endurspegla þrár fullorðins manns. Það sem gerir þetta verk að vel heppnaðri endurritun er að það er ekki bara persónan og atburðarásin sem Hermann endurskapar heldur tekur hann hugmyndir sem eru í upprunalega verkinu og vinnur áfram með þær, flækir, gerir margbrotnari og ummyndar. Palli var einn í heiminum spyr tilvistarlegra spurninga en Hermann notar ekki bara þær augljósu, þörf manneskjunnar til að vera ein og jafnframt eiga samneyti við annað fólk, heldur notar söguna til að fjalla um mun fjölbreyttari efni. Það er af nógu að taka en sumar pælingarnar eru betur útfærðar en aðrar. Tvískipting sjálfsins, einmanaleg staða manneskjunnar í heiminum, innra og ytra eftirlit, aðskilnaðurinn frá móðurinni og mótun sjálfsins eru nokkur dæmi um þær hugmyndir sem sögumaður tæpir á í þessari bók. Ég hefði þó viljað sjá Hermann ganga lengra í að útfæra hugmyndirnar og flétta enn frekar inn í söguþráðinn. Þegar hann gerir það, eins og til dæmis þegar hann bætir tvífara Palla inn í söguna, þá gefur það verkinu meira sjálfstæði frá fyrirrennara sínum og þar með meira vægi. Endurritanir þurfa að vera sín eigin listræna heild og þegar best tekst til þá er verk Hermanns það.Niðurstaða: Áhugaverð endurritun á þekktri sögu sem tekur á stórum spurningum.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira