Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:18 George Lucas hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið um að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn af öllu tengdu efni. Vísir/Getty George Lucas, skapari Star Wars, er einn auðugasti maður í Hollywood. Hann hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið á sínum tíma um að þiggja lægri laun fyrir leikstjórn fyrstu myndarinnar gegn því að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn á öllu tengdu efni. Síðan þá hafa heildartekjur alls þess sem tengt er Star Wars numið um 3.700 milljörðum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Björns Bergs Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjármál Star Wars í gær. Fram kom á fundinum að árið 2012 keypti Disney Lucasfilm (þar með talið Star Wars) af George Lucas á um 530 milljarða íslenskra króna, sem er ekki fjarri eignarhlut lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði, eða um þriðjungur landsframleiðslu Íslands. Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu, en einungis 12 prósent úr miðasölu í kvikmyndahúsum. 19 prósent af tekjum koma frá VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn í Star Wars seríunni, Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í vikunni. Áætlaðar tekjur af Star Wars árið 2016 eru svipaðar fjárlögum íslenska ríkisins. Disney sér mikla möguleika í Star Wars. Hafist verður handa við smíði tveggja gríðarstórra skemmtigarða árið 2016 (í Flórída og Kaliforníu) og næstu sex árin kemur út að minnsta kosti ein mynd á ári. Ef allt gengur upp er áætlað að heildartekjur Star Wars verði yfir 3.000 milljarðar króna, en Disney fær þó að sjálfsögðu ekki allt í vasann. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Fjármál Star Wars from Íslandsbanki on Vimeo. Star Wars Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
George Lucas, skapari Star Wars, er einn auðugasti maður í Hollywood. Hann hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið á sínum tíma um að þiggja lægri laun fyrir leikstjórn fyrstu myndarinnar gegn því að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn á öllu tengdu efni. Síðan þá hafa heildartekjur alls þess sem tengt er Star Wars numið um 3.700 milljörðum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Björns Bergs Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjármál Star Wars í gær. Fram kom á fundinum að árið 2012 keypti Disney Lucasfilm (þar með talið Star Wars) af George Lucas á um 530 milljarða íslenskra króna, sem er ekki fjarri eignarhlut lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði, eða um þriðjungur landsframleiðslu Íslands. Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu, en einungis 12 prósent úr miðasölu í kvikmyndahúsum. 19 prósent af tekjum koma frá VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn í Star Wars seríunni, Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í vikunni. Áætlaðar tekjur af Star Wars árið 2016 eru svipaðar fjárlögum íslenska ríkisins. Disney sér mikla möguleika í Star Wars. Hafist verður handa við smíði tveggja gríðarstórra skemmtigarða árið 2016 (í Flórída og Kaliforníu) og næstu sex árin kemur út að minnsta kosti ein mynd á ári. Ef allt gengur upp er áætlað að heildartekjur Star Wars verði yfir 3.000 milljarðar króna, en Disney fær þó að sjálfsögðu ekki allt í vasann. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Fjármál Star Wars from Íslandsbanki on Vimeo.
Star Wars Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira