Deilur einkenndu kappræður Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2015 10:52 Frá kappræðunum í nótt.skram Vísir/EPA Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira