Góðar spurningar – fyrir frábær áramótaheit Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 16. desember 2015 08:30 Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar