Góðar spurningar – fyrir frábær áramótaheit Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 16. desember 2015 08:30 Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar