Veik börn Bjarni Már Magnússon skrifar 16. desember 2015 07:00 Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar