Sjöunda Stjörnustríðsmyndin fær glimrandi viðtökur eftir forsýninguna
Birgir Olgeirsson skrifar
Það var fjör í Hollywood í gær þegar Star Wars: The Force Awakens var forsýnd.Vísir/Getty/Epa
Sjöunda Stjörnustríðsmyndin, Star Wars: TheForceAwakens, var forsýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi og hefur fengið nokkuð jákvæð viðbrögð. Myndin var sýnd í þremur sölum í Hollywood & Highland-miðstöðinni sem stendur við HollywoodBoulevard og inniheldur meðal annars Dolby-höllina, sem áður hét Kodak-höllin, þar sem Óskarsverðlaunahátíðin fer fram.
Mark Hamill var viðstaddur forsýninguna í Hollywood en miklar vangaveltur hafa verið um örlög Loga Geimgengils.Vísir/GettyEftir forsýninguna söfnuðust áhorfendur saman í stóru tjaldi fyrir utan miðstöðina þar sem þeir ræddu sín á milli um myndina en kvikmyndaver Disney hafði bannað opinberar umsagnir um myndina fram á miðvikudag. Fréttastofa AP tók þó púlsinn á nokkrum áhorfenda fyrir utan miðstöðina og voru margir afar ánægðir með myndina. Fögnuðu margir gamaldags nálgun leikstjórans J.J. Abrams á þessari sögu, sem reyndi hvað hann gat að forðast tölvubrellur við gerð myndarinnar.
Daisy Ridley leikur Rey í The Force Awakens og hefur leikkona Geena Davis meðal annars lofað frammistöðu hennar í myndinni.Vísir/Getty„Mér fannst hún frábær og finnst J.J. hafa staðið sig vel. Mér fannst skemmtilegast að sjá samspilið á milli nýja leikarahópsins og þess gamla,“ sagði leikarinn ZachBraff við AP-fréttastofan. Í myndinni má sjá leikara úr fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, þar á meðal HarrisonFord, Carrie Fisher og Mark Hamill sem snúa aftur sem HanSolo, Leia prinsessa og Logi Geimgengill, ásamt nýjum hetjum og skúrkum, sem DaisyRidley, OscarIsaac, John Boyega og Adam Driver leika.
Oscar Isaace leikur Poe Dameron í The Force Awakens.Vísir/GettyGamanleikarinn Patton Oswald sagði við AP að myndin markaði endurkomu þess sem varð þess valdandi að hann féll fyrir Stjörnustríðsmyndunum sem krakki. „Hún var stórskemmtileg. Ég fékk sömu tilfinningu við að horfa á þessa og sem krakki.“
Myndin verður tekin í almennar sýningar á föstudag og er búist við því að hún muni slá nokkur aðsóknarmet en hún hefur nú þegar slegið met þegar kemur að forsölu á miðum.
Leikarinn Joseph Gordon-Levitt klæddi sig upp sem Jedi-meistarinn Joda fyrir frumsýninguna á The Force Awakens.Vísir/GettyLupita Nyong'o leikur Maz Kanata í The Force Awakens.Vísir/GettyJohn Boyega og Mark Hamill.Vísir/GettyGeorge Lucas, skapari Stjörnustríðssögunnar, og J.J. Abrams, leikstjóri The Force Awakens.Vísir/EPACarrie Fisher.Vísir/Getty