Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 22:11 Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. vísir/ernir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira