Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið áður hafa veitt flóttamönnum liðsinni við að koma sér fyrir á landinu. „Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður. Flóttamenn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður.
Flóttamenn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira