Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 18:09 vísir/stefán Járnblendiverksmiðjan Elkem Ísland náði ekki samningum við Landsvirkjun um umframorku og hefur ákvörðun verið tekin um að lækka álag á ofnum í verksmiðjunni út árið. Elkem taldi ljóst að fyrirtækið þyrfti á meiri orku að halda en þeirri sem skilgreind er í samningi fyrirtækjanna tveggja, en fékk það ekki samþykkt, að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þar er birtur hluti úr tölvupósti Gests Péturssonar, forstjóra Elkem, sem sendur var á starfsmenn á dögunum. Hann segir í póstinum að ofnrekstur hafi gengið vel í ár, og til þess að geta haldið áfram á sömu braut hafi verið farið í samningaviðræður. „Því miður var það niðurstaðan að samningar náðust ekki þrátt fyrir góðan vilja. Af þeim ástæðum þurfum við að lækka álag á ofnum það sem eftir lifir af desember,“ segir Gestur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að um sé að ræða grafalvarlegt mál, enda sé atvinnuöryggi starfsmanna Elkem í húfi. „Þó vissulega sé rétt að taka fram að í þessu tilfelli er einungis verið að tala um viðbótarorku þá er rétt að taka það fram að Elkem Ísland og Norðurál eru með lausa raforkusamninga frá árinu 2019 og ljóst að miðað við þessar staðreyndir að Landsvirkjun er að óska eftir þannig verðum á raforkunni að fyrirtækið treystir sér ekki til þess að ganga frá samningi. Þá má vera ljóst að framtíð stóriðjureksturs, ekki bara hjá Elkem Ísland heldur öðrum stóriðjufyrirtækjum, er stefnt í stórhættu,“ segir hann. Þá skorar hann á stjórnvöld að fá hlutlausan, óháðan aðila til að skoða þau mál er lúta að raforkuverði í þeim löndum sem Ísland vilji bera sig saman við, því gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir þjóðarbúið í heild. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira
Járnblendiverksmiðjan Elkem Ísland náði ekki samningum við Landsvirkjun um umframorku og hefur ákvörðun verið tekin um að lækka álag á ofnum í verksmiðjunni út árið. Elkem taldi ljóst að fyrirtækið þyrfti á meiri orku að halda en þeirri sem skilgreind er í samningi fyrirtækjanna tveggja, en fékk það ekki samþykkt, að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þar er birtur hluti úr tölvupósti Gests Péturssonar, forstjóra Elkem, sem sendur var á starfsmenn á dögunum. Hann segir í póstinum að ofnrekstur hafi gengið vel í ár, og til þess að geta haldið áfram á sömu braut hafi verið farið í samningaviðræður. „Því miður var það niðurstaðan að samningar náðust ekki þrátt fyrir góðan vilja. Af þeim ástæðum þurfum við að lækka álag á ofnum það sem eftir lifir af desember,“ segir Gestur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að um sé að ræða grafalvarlegt mál, enda sé atvinnuöryggi starfsmanna Elkem í húfi. „Þó vissulega sé rétt að taka fram að í þessu tilfelli er einungis verið að tala um viðbótarorku þá er rétt að taka það fram að Elkem Ísland og Norðurál eru með lausa raforkusamninga frá árinu 2019 og ljóst að miðað við þessar staðreyndir að Landsvirkjun er að óska eftir þannig verðum á raforkunni að fyrirtækið treystir sér ekki til þess að ganga frá samningi. Þá má vera ljóst að framtíð stóriðjureksturs, ekki bara hjá Elkem Ísland heldur öðrum stóriðjufyrirtækjum, er stefnt í stórhættu,“ segir hann. Þá skorar hann á stjórnvöld að fá hlutlausan, óháðan aðila til að skoða þau mál er lúta að raforkuverði í þeim löndum sem Ísland vilji bera sig saman við, því gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir þjóðarbúið í heild.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira