Conor McGregor, nýkrýndur heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, ætlar ekki að gefa eftir heimsmeistarabeltið þó hann taki slaginn í léttvigtinni, þyngdarflokknum fyrir ofan.
Conor þarf að skera svakalega mikið af sér fyrir hvern bardaga í fjaðurvigtinni og því hafa margir búist við því að Írinn spreyti sig í léttvigtinni.
Sjá einnig:Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast
Írski vélbyssukjafturinn varð óumdeildur heimsmeistari í fjaðurvigt á sunnudagsmorgun þegar hann rotaði Brasilíumanninn Jose Aldo eftir þrettán sekúndur í bardaga þeirra í Las Vegas.
„Ef ég fer upp í þessa léttvigtardeild er ekki nokkur leið í helvíti að ég gefi eftir heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt,“ sagði Conor við fréttamenn í Las Vegas.
„Ég mun bera belti á báðum öxlum. Bæði beltin verða virk því sjálfur verð ég virkur,“ sagði Conor sem gerði að því skóna að hann ætli að berjast í báðum flokkum á næstu árum.
„Ég veit það er möguleiki fyrir mig að taka þetta léttvigtarbelti. Það eru kannski einhverjir í fjaðurvigtinni sem vilja spreyta sig gegn mér þannig leyfum þeim að berja á hvorum öðrum á meðan ég færi mig upp og tek léttvigtarbeltið. Síðan fer ég aftur niður og afgreiði næsta mann í fjaðurvigtinni,“ sagði Conor McGregor.
Conor stefnir á belti í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
