Viðskipti erlent

Spá minni sölu á iPhone í fyrsta sinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
231 milljón iPhone síma hafa selst á árinu.
231 milljón iPhone síma hafa selst á árinu. Vísir/Getty
Katy Huberty, greiningaraðili hjá Morgan Stanley, spáir því í nýrri skýrslu að iPhone sala muni dragast saman í fyrsta sinn árið 2016. Spáð er því að iPhone sala muni dragast saman um 6 prósent á viðskiptaárinu 2016. 

Sala á iPhone símum hefur farið hækkandi frá því að síminn var fyrst kynntur árið 2007. Á fyrsta söluárinu seldust 1,4 milljón eintaka. Á söluárinu 2015 seldust hins vegar 230 milljón eintaka. Hlutfallsleg fjölgun seldra eintaka hefur hins vegar verið að dragast saman frá því árið 2012.

Talið er að færri eintök muni seljast vegna hærra verðs á símanum á alþjóðamörkuðum, auk þess sem að fleiri eiga nú þegar iPhone síma og eru þá kannski bara að uppfæra á nokkurra ára fresti.

Ef snjallsímasalan dregst saman mun það hafa töluverð áhrif á veltu Apple, en iPhone sala nemur tveimur þriðju af heildarsölutekjum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×