Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2015 12:45 Olíu- og gasvinnslupallurinn Heiðrún í Noregshafi. Mynd/Statoil. Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform sín um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. Formaður Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, styður þá stefnumörkun og segir að gasframleiðsla Noregs dragi úr kolabrennslu og sé þannig jákvæð fyrir umhverfið. Í framhaldi af loftlagsráðstefnunni í París kröfðust helstu náttúruverndarsamtök Noregs þess um helgina að norska ríkisstjórnin hætti við nýjasta olíuleitarútboðið, sem verður hið 23. í röðinni. Það gerir ráð fyrir að 57 nýjum sérleyfum verði úthlutað, þar af 54 norðan heimskautsbaugs í Barentshafi, en þremur leyfum verði auk þess úthlutað í Noregshafi. Mikill áhugi reyndist meðal olíufélaga á útboðinu og sóttu 26 félög um sérleyfin. Umhverfissamtökin Bellona sögðu að Parísar-sáttmálinn gæti lokað á olíu og gas frá Noregi eftir árið 2035. Umhverfissamtökin Zero kröfðust þess að Noregur tæki forystuhlutverk í að skipta jarðefnaeldsneyti út í áföngum. „Eitt af því fyrsta sem við verðum að gera er að hætta við borun á norðurslóðum,“ sagði Lars Haltbrekken, leiðtogi Náttúruverndarsamtaka Noregs. „Það er ekkert pláss fyrir norska olíu og norskt gas úr Barentshafi, eigi að standa við 1,5 gráðu markmiðið,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi. Í viðtölum við forystumenn ríkisstjórnarinnar í norskum fjölmiðlum um helgina kom hins vegar fram að staðið yrði við þau áform að úthluta leyfunum fyrir næsta sumar en olíumálaráðherrann vonast til að fyrstu boranir á grundvelli þeirra hefjist þegar árið 2017. Erna Solberg, forsætisráðherra og leiðtogi Hægri flokksins, sagði að Norðmenn myndu áfram stunda olíu- og gasvinnslu og minnti á að kolabrennsla væri versti óvinur loftlagsins. Norskt gas yrði hluti af lausinni fyrir Evrópu fram til ársins 2030. Talsmaður Framfaraflokksins, hins stjórnarflokksins, lýsti einnig stuðningi við að ríkisstjórnin héldi sínu striki, með þeim rökum að ef Norðmenn hættu olíu- og gasframleiðslu yrði henni einfaldlega skipt út fyrir framleiðslu í öðrum ríkjum með meiri losun. Þá vakti athygli að Jonas Gahr Störe, leiðtogi Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, og systurflokks Samfylkingarinnar, lýsti sömuleiðis yfir stuðningi við að staðið yrði við olíuleitarútboðið. Það gæti stuðlað að aukinni gasframleiðslu sem væri mikilvægt til að skipta út kolum. Þá kvaðst Jonas Gahr Störe ekki hafa séð neina útreikninga þess efnis að það að leggja niður olíu- og gasvinnslu í Noregi gæti aukið notkun endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu. Saman hafa þessir þrír flokkar um 80 prósent þingsæta í norska Stórþinginu og benti olíumálaráðherrann Tord Lien á að breiður pólitískur meirihluti stæði á bak við olíuleitarútboðið. Talsmaður Vinstri-flokksins sagði að Noregur yrði að sýna meiri metnað. Enginn vafi léki á að samfélag þjóðanna tæki sáttmálann alvarlega og það myndi hafa miklar afleiðingar fyrir olíu- og gasiðnaðinn, einnig í Noregi. Fulltrúi SV, Sósíalíska vinstri flokksins, Heikki Eidsvoll Holmås, krafðist þess að ríkisstjórnin legði strax fram tillögur fyrir Stórþingið um ný markmið í loftlagsmálum. Fulltrúi Græningja, Rasmus Hansen, krafðist þess að hætt yrði við olíuleitarútboðið og að frekari áform um leit að olíu og gasi á norska landgrunninu yrðu lögð á hilluna. Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform sín um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. Formaður Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, styður þá stefnumörkun og segir að gasframleiðsla Noregs dragi úr kolabrennslu og sé þannig jákvæð fyrir umhverfið. Í framhaldi af loftlagsráðstefnunni í París kröfðust helstu náttúruverndarsamtök Noregs þess um helgina að norska ríkisstjórnin hætti við nýjasta olíuleitarútboðið, sem verður hið 23. í röðinni. Það gerir ráð fyrir að 57 nýjum sérleyfum verði úthlutað, þar af 54 norðan heimskautsbaugs í Barentshafi, en þremur leyfum verði auk þess úthlutað í Noregshafi. Mikill áhugi reyndist meðal olíufélaga á útboðinu og sóttu 26 félög um sérleyfin. Umhverfissamtökin Bellona sögðu að Parísar-sáttmálinn gæti lokað á olíu og gas frá Noregi eftir árið 2035. Umhverfissamtökin Zero kröfðust þess að Noregur tæki forystuhlutverk í að skipta jarðefnaeldsneyti út í áföngum. „Eitt af því fyrsta sem við verðum að gera er að hætta við borun á norðurslóðum,“ sagði Lars Haltbrekken, leiðtogi Náttúruverndarsamtaka Noregs. „Það er ekkert pláss fyrir norska olíu og norskt gas úr Barentshafi, eigi að standa við 1,5 gráðu markmiðið,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi. Í viðtölum við forystumenn ríkisstjórnarinnar í norskum fjölmiðlum um helgina kom hins vegar fram að staðið yrði við þau áform að úthluta leyfunum fyrir næsta sumar en olíumálaráðherrann vonast til að fyrstu boranir á grundvelli þeirra hefjist þegar árið 2017. Erna Solberg, forsætisráðherra og leiðtogi Hægri flokksins, sagði að Norðmenn myndu áfram stunda olíu- og gasvinnslu og minnti á að kolabrennsla væri versti óvinur loftlagsins. Norskt gas yrði hluti af lausinni fyrir Evrópu fram til ársins 2030. Talsmaður Framfaraflokksins, hins stjórnarflokksins, lýsti einnig stuðningi við að ríkisstjórnin héldi sínu striki, með þeim rökum að ef Norðmenn hættu olíu- og gasframleiðslu yrði henni einfaldlega skipt út fyrir framleiðslu í öðrum ríkjum með meiri losun. Þá vakti athygli að Jonas Gahr Störe, leiðtogi Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, og systurflokks Samfylkingarinnar, lýsti sömuleiðis yfir stuðningi við að staðið yrði við olíuleitarútboðið. Það gæti stuðlað að aukinni gasframleiðslu sem væri mikilvægt til að skipta út kolum. Þá kvaðst Jonas Gahr Störe ekki hafa séð neina útreikninga þess efnis að það að leggja niður olíu- og gasvinnslu í Noregi gæti aukið notkun endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu. Saman hafa þessir þrír flokkar um 80 prósent þingsæta í norska Stórþinginu og benti olíumálaráðherrann Tord Lien á að breiður pólitískur meirihluti stæði á bak við olíuleitarútboðið. Talsmaður Vinstri-flokksins sagði að Noregur yrði að sýna meiri metnað. Enginn vafi léki á að samfélag þjóðanna tæki sáttmálann alvarlega og það myndi hafa miklar afleiðingar fyrir olíu- og gasiðnaðinn, einnig í Noregi. Fulltrúi SV, Sósíalíska vinstri flokksins, Heikki Eidsvoll Holmås, krafðist þess að ríkisstjórnin legði strax fram tillögur fyrir Stórþingið um ný markmið í loftlagsmálum. Fulltrúi Græningja, Rasmus Hansen, krafðist þess að hætt yrði við olíuleitarútboðið og að frekari áform um leit að olíu og gasi á norska landgrunninu yrðu lögð á hilluna.
Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira