Gunnar Nelson missti af risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Gunnar Nelson fékk mörg högg í bardaganum. Vísir/Getty Síðasta för Gunnars Nelson til Las Vegas var mikil frægðarför fyrir hann og vin hans og æfingafélaga, Conor McGregor. Hlutskipti þeirra var þó ólíkt að þessu sinni. Á meðan McGregor tryggði sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt þá tapaði Gunnar gegn Demian Maia á dómaraúrskurði. McGregor gerði sér lítið fyrir og rotaði heimsmeistarann Jose Aldo á þrettán sekúndum. Það er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC. McGregor sló meira að segja sjálfri Rondu Rousey við. Það sem gerir þennan sigur hans enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og hafði verið eini fjaðurvigtameistarinn í UFC. Ótrúlegur Írinn.Maia stórkostlegur á gólfinu Bæði Gunnar og Maia eru frábærir gólfglímumenn. Þeir bestu að margra mati og áhugamenn um glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan peninginn í þessum bardaga. Þeir voru í gólfinu nánast allan tímann. Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá kom í ljós að Maia er stórkostlegur. Maia óð strax í Gunnar og náði honum niður. Gunnar var oft sleipur þar en Maia alltaf með yfirhöndina. Þetta var eins og köttur að stríða mús. Er Gunnar hélt hann væri að sleppa kom Maia með nýtt tak. Gunnar kom varla höggi á Maia allan bardagann á meðan Maia lét höggin dynja inn á milli þess sem hann vafði sig í kringum hann eins og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður Maia og honum var eðlilega dæmdur yfirburðasigur.Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. Fréttablaðið/GettyGunnar náði ekkert að nýta boxið sitt í bardaganum og þó svo hann hafi látið Maia hafa virkilega fyrir hlutunum var aldrei spurning hvernig færi. Miðað við frammistöðu Maia gerði Gunnar hreinlega vel að lifa af þrjár lotur í búrinu með honum. „Ég upplifði sjálfan mig lélegan í þessum bardaga og þetta er ömurlegt,“ sagði Gunnar eðlilega hundsvekktur eftir bardagann. Hann var illa leikinn í framan eftir þá útreið sem hann fékk. Aldrei áður hefur sést eins mikið á honum eftir bardaga. „Þetta var ekki minn dagur. Mér leið ekki vel og fannst ég ekki vera almennilegur allan bardagann. Ég fékk nokkur skot við og við þar sem mér leið eins og ég gæti hreyft mig almennilega en síðan ekki söguna meir,“ segir Gunnar en var hann orðinn bensínlaus í lokalotunni.Lélegur frá byrjun „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst ég bara vera lélegur frá byrjun og var orðinn þreyttur og slappur. Líka standandi. Takturinn var ekki í lagi og bara allt. Þetta var bara einfaldlega ekki minn dagur að þessu sinni. Ég held að Maia hafi verið eins og ég bjóst við. Hann var drullugóður og einfaldlega betri maðurinn að þessu sinni.“ Gunnar missti af risatækifæri í þessum bardaga að stökkva í hóp þeirra bestu en Maia gerði það í staðinn. Hann bað um titilbardaga eftir rimmuna við Gunnar og gæti hæglega fengið þá ósk sína uppfyllta. „Ég get tekið helling út úr þessum bardaga. Það má alltaf læra af svona og ég þarf að setjast yfir þetta með mínum þjálfurum og greina þetta. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram og koma aftur til baka. Þetta er greinilega minn vegur og ég verð að taka hann alla leið.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46 Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Síðasta för Gunnars Nelson til Las Vegas var mikil frægðarför fyrir hann og vin hans og æfingafélaga, Conor McGregor. Hlutskipti þeirra var þó ólíkt að þessu sinni. Á meðan McGregor tryggði sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt þá tapaði Gunnar gegn Demian Maia á dómaraúrskurði. McGregor gerði sér lítið fyrir og rotaði heimsmeistarann Jose Aldo á þrettán sekúndum. Það er fljótasti sigur í titilbardaga í sögu UFC. McGregor sló meira að segja sjálfri Rondu Rousey við. Það sem gerir þennan sigur hans enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og hafði verið eini fjaðurvigtameistarinn í UFC. Ótrúlegur Írinn.Maia stórkostlegur á gólfinu Bæði Gunnar og Maia eru frábærir gólfglímumenn. Þeir bestu að margra mati og áhugamenn um glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan peninginn í þessum bardaga. Þeir voru í gólfinu nánast allan tímann. Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá kom í ljós að Maia er stórkostlegur. Maia óð strax í Gunnar og náði honum niður. Gunnar var oft sleipur þar en Maia alltaf með yfirhöndina. Þetta var eins og köttur að stríða mús. Er Gunnar hélt hann væri að sleppa kom Maia með nýtt tak. Gunnar kom varla höggi á Maia allan bardagann á meðan Maia lét höggin dynja inn á milli þess sem hann vafði sig í kringum hann eins og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður Maia og honum var eðlilega dæmdur yfirburðasigur.Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. Fréttablaðið/GettyGunnar náði ekkert að nýta boxið sitt í bardaganum og þó svo hann hafi látið Maia hafa virkilega fyrir hlutunum var aldrei spurning hvernig færi. Miðað við frammistöðu Maia gerði Gunnar hreinlega vel að lifa af þrjár lotur í búrinu með honum. „Ég upplifði sjálfan mig lélegan í þessum bardaga og þetta er ömurlegt,“ sagði Gunnar eðlilega hundsvekktur eftir bardagann. Hann var illa leikinn í framan eftir þá útreið sem hann fékk. Aldrei áður hefur sést eins mikið á honum eftir bardaga. „Þetta var ekki minn dagur. Mér leið ekki vel og fannst ég ekki vera almennilegur allan bardagann. Ég fékk nokkur skot við og við þar sem mér leið eins og ég gæti hreyft mig almennilega en síðan ekki söguna meir,“ segir Gunnar en var hann orðinn bensínlaus í lokalotunni.Lélegur frá byrjun „Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst ég bara vera lélegur frá byrjun og var orðinn þreyttur og slappur. Líka standandi. Takturinn var ekki í lagi og bara allt. Þetta var bara einfaldlega ekki minn dagur að þessu sinni. Ég held að Maia hafi verið eins og ég bjóst við. Hann var drullugóður og einfaldlega betri maðurinn að þessu sinni.“ Gunnar missti af risatækifæri í þessum bardaga að stökkva í hóp þeirra bestu en Maia gerði það í staðinn. Hann bað um titilbardaga eftir rimmuna við Gunnar og gæti hæglega fengið þá ósk sína uppfyllta. „Ég get tekið helling út úr þessum bardaga. Það má alltaf læra af svona og ég þarf að setjast yfir þetta með mínum þjálfurum og greina þetta. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram og koma aftur til baka. Þetta er greinilega minn vegur og ég verð að taka hann alla leið.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46 Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15
Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11
Gunnar: Ég var lélegur Gunnar Nelson var bólginn og blár er Vísir hitti á hann í Las Vegas eftir tapið gegn Demian Maia í nótt. 13. desember 2015 06:46
Sjáðu Gunnar og Maia stíga á vigtina Vinir Íslands frá Írlandi sýndu stuðning sinn í verki í kvöld er Gunnar Nelson steig á vigtina í Las Vegas. 12. desember 2015 01:04