Nimes, lið þeirra Snorra Steins Guðjónssonar og Ásgeir Arnar Hallgrímssonar, beið lægri hlut fyrir Dunkerque, 23-25, á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Snorri skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur í liði Nimes ásamt Benjamin Gallego. Snorri skoraði fjögur mörk úr sjö skotum í opnum leik og nýtti tvö af fjórum vítaköstum sínum.
Ásgeir skoraði fjögur mörk úr 12 skotum en þeir Snorri eru báðir í 28 manna æfingahópi Íslands fyrir EM í Póllandi í byrjun næsta árs.
Leikurinn var jafn og spennandi en sjaldanast munaði miklu á liðunum. Gestirnir reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum en þeir skoruðu sex af síðustu níu mörkum leiksins.
Nimes er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum frá toppliði Paris Saint-Germain.
Snorri Steinn markahæstur í tapi hjá Nimes
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
