Svona forðast þú svindl þegar þú leigir íbúðir á netinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 13:43 Fjölmargar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur eru í virkri útleigu á Airbnb. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“