Lífið

Vill sanna að okkur þyki vænt um alla

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Monika, Alexandra og Guðrún hafa boðskap að bera.
Monika, Alexandra og Guðrún hafa boðskap að bera. Mynd/Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
 „Sagan fjallar um hugprúða konu sem fer upp á hálendi Íslands að hjúkra veikum jólasveini. Móðir hans Heitir Grýla Steinkarlsdóttir og er einstæð móðir með aragrúa barna. Dúðadurtur sonur hennar og Leppatuska dóttir hennar eru síst til hjálpar og eiginmaðurinn Leppalúði er farinn á fjöll til að finna sjálfan sig.

Konan vill sanna fyrir jólasveini að okkur þykir vænt um alla, ekki bara fólkið sem býr rétt hjá okkur.“

Þannig lýsir Guðrún Ásmundsdóttir efni eigin sögu sem hún og Jónína Jónsdóttir ætla að segja í Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 15.

Með þeim eru Monika Abendroth hörpuleikari og Alexandra Chernishova sópransöngkona sem flytja tónlist á borð við Ave Maria og Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. Guðrún kann að lýsa flutningi þeirra: „Monika og Alexandra eru eins og englar sem lýsa upp dimm skotin í Grýluhelli,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×