Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 11. desember 2015 14:00 Saga Arjan var sögð í fréttum Stöðvar 2. Hann er átta mánaða gamall með hjartagalla sem krefst skurðaðgerðar. Vísir/Stöð2 Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira