Píratar og kirkjuheimsóknir Halldór Auðar Svansson skrifar 11. desember 2015 07:00 Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun