Lífið

Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fiddi var einn vinsælasti Hafnfirðingurinn.
Fiddi var einn vinsælasti Hafnfirðingurinn. vísir
Hafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, betur þekktur sem Fiddi, féll frá nýverið og verður hann jarðsunginn í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt í dag. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist út, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum.

Logi Geirsson, fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik og mikill FH-ingur, hefur skipulagt jarðaförina og má búast við að kirkjan verði þétt settin.

Athöfninni verður sjónvarpað í Kaplakrika og sýnd á YouTube en hér að neðan má horfa á beina útsendingu frá kveðjustundinni.

Athöfnin verður á þessa leið:

Í kirkjunni:

Kórinn með intro: Ave verum corpus.

Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir.

Bubbi Morthens: Kveðja.

Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn.

Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez).

Kórinn: Time to say goodbye (meðan Fiddi er borinn út).

Organisti: Tómas Guðni Eggertsson

Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime.

Prestur: Einar Eyjólfsson.

Upptaka og útsending: Exton.

Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.