„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2015 11:17 Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. „Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn.
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26