Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar finnst skammsýni fólgin í því að gera aðeins sextíu aðgerðir á ári sem fyrirbyggja heilablóðföll þegar þörfin er rúmlega tvöfalt meiri. vísir/GVA Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“ Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00