Grátið og klappað við dómsuppsögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fjölmenni var viðstatt dómsuppkvaðningu og klappaði er sýknudómur var kveðinn upp. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
„Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04
Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02